A site about nothing...

laugardagur, nóvember 27, 2004

Ég uppgötvaði það svona eiginlega í dag að ég er þvísem næst bara búinn í skólanum, þ.e. hvað varðar dæmaskil og þessháttar. Ólíkt vinum mínum í Véla hlutanum sem eiga víst þónokkuð eftir. Þá er held ég bara málið að búa til læriskema fyrir prófin, geri það bara eftir helgi.
Seinasta Vísó haustmisseris var í gær og var farið í fyrirtæki sem ég átti einu sinni hlutabréf í, Eimskip. Eimskipsmenn tóku mjög vel á móti okkur og svo heppilega vildi til fyrir mig og fleiri iðnaðarkrakka að framkvæmdarstjóri logisticssviðsins hélt fyrirlesturinn. Logistic er eitthvað sem ég hef mikinn áhuga á og væri til í að vinna við í framtíðinni. Ég og Hidda vorum búin að ákveða að ná tali af framkvæmdarstjóranum eftir fyrirlesturinn sem við og gerðum. Áttum við þar fræðandi spjall við hann og komumst að því að hann masteraði í Seattle í burðarþolsfræði og jarðskjálftaeitthvað í byggingarfræðinni. Einnig komumst við að því að það er enginn á logistics sviðinu sem er sérmenntaður í því. Svo vorum við Hidda með litla samvinnu meðan við ræddum við hann. Ég kom með spurningu um hversu margir ynnu á Logisticshluta Eimskips og svo kom Hidda með spurninguna sem við vildum bæði vita, hvort þeir réðu einhverja, sem hefðu jafnvel áhuga á að mastera í þessu, svona fengu smjörþefinn af því hvernig er að vinna við þetta. Þetta var svona eins og einn tveir flétta í boxi hjá mér og Hiddu.
Að lokum langar mig til að spyrja og vonast eftir góðri þátttöku í kommentakerfinu: Hvað er lélegasta íslenska jólalag allra tíma? Sjálfur ætla ég að tilnefna, ef ég nenni og svona eru jólin. Bæði mjög niðurdrepandi lög sem koma mér alls ekki í jólaskap.

þriðjudagur, nóvember 23, 2004

Það er ekki laust við að það sé ákveðinn léttir hjá mér núna. Búinn að skila tveimur mjög stórum verkefnum í sitthvoru faginu sem saman gilda 55% af lokaeinkunn, þ.e. 25% verkefni í verkefnastjórnun og 30% verkefni í hagverkfræði. Núna getur maður farið að einbeita sér að því að læra í öðrum fögum og byrjaði ég sterkt í dag. Fór að æfa í Laugum, hékk aðeins í skólanum og var kominn heim klukkan 18, enda átti ég fríið skilið finnst mér.

mánudagur, nóvember 22, 2004

Erum að klára verkefnið okkar í hagverkfræði núna og þá fáum við póst. Herra Einar Bárðarson sendi okkur póst því við höfðum áður sent honum póst og beðið um að hitta hann. Hann svarar loks núna þegar við erum að klára þannig að við sendum póst og þökkuðum honum bara fyrir og sögðum að við værum að klára verkefnið. Haldið þið ekki að kallinn svari bara um hæl, núna í kvöld, og biðji um að fá að sjá skýrsluna. Hvað hann ætlar að gera við hana er mér óljós en það verður gaman að vita hvað það verður.

sunnudagur, nóvember 21, 2004

Ef Microsoft Word væri manneskja myndi ég vilja finna hana og lemja allhressilega.

fimmtudagur, nóvember 18, 2004

Ég er bara allur lurkum laminn eftir fótbolta gærkvöldsins. Finn til hér og þar og þá sérstaklega í þríhöfðanum þar sem ég fékk ansi gott högg á hann frá Tomma í einu návígi okkar. Þarna hefur myndast veglegur marblettur auk kúlu sem sést held ég ekkert sérlega vel en ég finn fyrir. Svo eru tveir aðrir staðir aumir en afhverju það er, er ég ekki viss.
Time goes by when your having fun var einhvern tíma sagt og það á við núna, nema maður er kanski ekki að skemmta sér það mikið. Búið að vera brjálað að gera í skólanum og núna fer aðeins að róast en þá tekur við próflestur fyrir jólaprófin þannig að það er nóg að gera lærdómslega séð. Reyndar finnst mér skemmtilegra núna en t.d. seinasta vor þar sem ég var kominn með grænar bólur af skóla. Þetta helgast held ég til af því að við erum með heimastofu þar sem maður á það til að læra og það er skemmtilegur andi þarna. En ég held samt að maður muni vera á bókasafninu frekar að læra, svona til að fá næga einbeitingu.
Hvað er málið með kuldann annars. Það er fökked up kalt úti um þessar mundir og svo kalt að ég skóf innan í bílnum mínum í dag og fyrir utan líka.

þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Skemmtilegur dagur í gær. Vaknaði 6:50 og var lagður af staf 7:30 í skólann því ég vissi að umferðin gæti orðið slæm og skilyrði ekki nógu góð. Svo vorum við að vinna í hagverkfræðiverkefninu okkar yfir daginn, kvöldið og til þrjú í gærnótt. Ekki oft sem maður vakir í u.þ.b. 21 tíma á mánudegi. Kynningin var síðan í morgun og heppnaðist bara ljómandi, eflaust mörgum til furðu þar sem við vorum búnir að gera soldið í því að allt væri í rugli hjá okkur.
Núna er ég að koma mér í gírinn til að fara að læra í smá tíma áður en ég fer heim. Alveg ómögulegt að fara núna, klukkan 18:15 því umferðin er þvílíkt pökkuð og maður myndi keyra heim á svona 20 km/klst. En planið er svo að fara að snemma að sofa og fá góðan svefn svo vikan fari ekki í rugl.

laugardagur, nóvember 13, 2004

MARR, WACC, IRR þetta þarf ég að finna á morgun þegar hagverkfræðihelgi dauðans heldur áfram. Við ákváðum að hittast í morgun klukkan 10, ég var einn mættur þá. Svo kom Addi Hjartar svona hálftíma eftir það og svo Sjonni. Hrafn kom upp úr hádegi og svo milli 13 og 14 kom Gunni. Dabbi kom 15 eða 16. Þannig að byrja klukkan 10 gekk ekki alveg. Við unnum fram að kvöldmat og héldum áfram svona frá 20-23. Á morgun er aftur mæting 10, gaman verður að sjá hvernig mætingin verður, en ég tel þó að hún verði betri en í morgun, þar sem fáránleikar voru í gær og menn drukknir.
Talandi um fáránleika þá eru komnar inn myndir þaðan á myndasíðunni.
United á móti Newcastle á morgun, verðum að sigra. Spurning hvort við munum ekki bara varpa leiknum á skjávarpann í þriðja árs stofunni og leyfa honum að fljóta meðan við reiknum okkur sveitta.

föstudagur, nóvember 12, 2004

Gaman þegar kennarar bæta fyrir leti sína, fékk eftirfarandi í pósti

Loksins !

Oddatölu dæmin úr kafla 15 og 16 eru komin á netið.

Afsakið hvað þetta dróst, en til að bæta fyrir það setti ég fleiri og erfiðari dæmi en annars.

Kv
Oddur

Já gott að bæta fyrir þetta með að hafa erfiðari dæmi.

fimmtudagur, nóvember 11, 2004

Það stefnir í rooosalega helgi, þ.e. lærdómslega séð. Við erum í fokki í stóra hagverkfræðiverkefninu og spurning hvort við reddum því fyrir horn. Þannig að ég mun líklega flytja á VRII um helgina held ég hreinlega.
En talandi um VRII þá var ég í skólanum í kvöld og fór í sjoppuna til að grilla mér samloku á leið minni sá ég nýju skúringarstelpuna, ætlaði að nota orðið skúrka en það væri ekki nógu gott. Þetta er bara þokkaleg gella og þegar ég tjáði samnemendum mínum í þriðja árs stofunni þá höfðu fleiri tekið eftir henni. Hingað til hafa skúrkurnar verið bara einhverja nöldurgjarnar gamlar konur.
Ég fór líka í World Class í dag og hitti þar leiðbeinanda, engann annan en kempuna Jón Arnar Magnússon tugþrautarkappa, spurning hvort maður eigi að taka mark á því sem hann segir, alltaf meiddur og svona :D, ég segi svona. Hann var voða almennilegur og hress og kom mér í nýtt prógram sem hentar mér vel um þessar mundir þar sem ég hef ekki mikinn tíma til að lyfta. Svo fór ég í Intersport og fékk mér lyftingargrifflur þannig að nú er maður bara kominn í alvöruna.

þriðjudagur, nóvember 09, 2004

Nú er sko gaman að vera til í skólanum. Eftir að ég fékk laptop tölvu systur minnar lánaða hef ég getað verið að ná í svona áhugaverða tónlist sem ég hef viljað tjekka á. Og svo með hjálp Q blaðsins sem var svo vingjarnlegt að senda mér með seinasta issue bestu tónlist 2004 að þeirra mati hef ég verið að finna áhugaverða hluti. Það sem ég mæli með að fólk tjekki á er eftirfarandi:
The Secret Machines og plötunni Now here is Nowhere ef ég man rétt. Þetta er svona tilraunakennt rokk, með flottum melodíum og jafnvel að maður greini Pink Floyd í þessu líka. T.d. ef fólk vill ekki ná í alla plötuna til að byrja með, náið í fyrsta lagið, magnað lag.
Ed Harcourt og platan Strangers. Ed Harcourt er ungur Breti sem er víst ofvirkur í því að semja lög auk þess sem hann spilar á öll hljóðfæri sjálfur. Hann er flokkaður sem svona musical prodigy og ágætlega að því kominn. Tónlist hans er mjög melódisk og töff. Aftur nefni ég lag sem fólk á að tjekka á ef það vill ekki ná í allan diskinn, þá er það fyrsta lagið á diskinum sem heitir eitthvað storm, mjög gott lag.
Ég hef hlustað á aðra diska með honum og þeir eru líka góðir þannig að það verður fróðlegt að fylgjast með kauða í framtíðinni.
Svo langar mig að nefna Franz Ferdinand en það vita svosem allir að það er góður diskur, en það kom mér á óvart hversu góður diskurinn er. Hann er uppfullur af góðum lögum sem gætu orðið smellir, skoskt groove rokk.
Svo að lokum langar mig að nefna lag með Kanye West sem er þekktur sem súperprodúser í hip hop heiminum en getur líka rappað. Q blaðið segir að plata hans College Dropout sem ein af bestu plötum ársins. Lagið sem ég er að fíla mest með honum er 12 mínútna verk, virkilega soulful og flott lag þar sem hann rappar/talar um hvernig ferillinn hans hefur verið, mjög áhugavert að hlusta á það. Og það er sniðugt að segja hvað lagið heitir en það heitir Last Call og er seinasta lagið.

mánudagur, nóvember 08, 2004

Þetta er alveg crazyness svo ég vitni í "vinkonur" mínar í Nylon. Crazynessið er semsagt geðsýkin sem ríkir í skólanum núna vegna verkefna og þvíumlíkt. Eftir 8 daga, svo ég taki hér dæmi, eigum við að skila stóru verkefni í hagverkfræði sem minn hópur er varla byrjaður á. En á meðan hafa aðrir hópar verið að vinna að sínu verkefni í nokkrar vikur núna. Þetta verkefni verður eflaust einhver redding hjá okkur sem er slæmt því þetta er 30% verkefni af lokaeinkunn skilst mér. Svo er stórt verkefni í verkefnastjórnun þar sem við erum að vinna með fólki úr atvinnulífinu sem er í endurmenntun. Fólkið sem er í mínum hópi er greinilega voðalega upptekið því það mun vera einhvern hluta þess tíma sem við höfum að gera verkefnið úti í löndum.
En nóg um skólann, hversu svekkjandi var að horfa á United á móti City í gær? Þvílíka yfirburði í leik hjá United hef ég ekki séð í lengri tíma en þeir náðu samt ekki að skora og það er svekkjandi hluturinn. Það var grátlegt að horfa upp á þetta, hvernig City menn björguðu á línu minnst tvisvar. Spurning hvort Sörinn hafi ekki haft rétt fyrir sér þegar hann sagði að United væri ekki nógu gott til að spila um meistaratitilinn. Chelsea sem er með fáránlega góða vörn og eftir að Robben kom þá eru þeir að spila betur fram á við líka og svo Arsenal sem eru reyndar eitthvað að hiksta en samt svo fáránlega góðir verða líklega í baráttunni um meistaratitilinn. Spurning hvort United fari bara að einbeita sér að meistaradeildinni?

fimmtudagur, nóvember 04, 2004

Ég fór í Hagkaup Skeifunni áðan og þar var fullt af kynningum á allskonar mat í gangi. Maður hatar ekki kynningar þannig að ég smakkaði allt sem var á boðstólnum( þetta var ekki það mikið þó, svo þið haldið það ekki). Flest var mjög gott en eitt var viðbjóður. Það var mysingur með banana og súkkulaði eða eitthvað álíka og smakkaðist herfilega. En eftir að hafa verið þarna þá rifjaðist upp fyrir mér hvernig þetta var þegar maður var krakki. Þá var maður nú kominn í feitt ef það var kynning t.d. í Samkaup, eða Kaupfélaginu eins og það hét þá. Maður fór og smakkaði og fór síðan frá smökkunarstaðnum, sneri við úlpunni og setti á sig húfu og kom aftur. Svo ef þetta var mjög gott fór maður aftur og ef maður var með vini sínum þá skipti maður kanski um úlpu eða breytti útlitinu á einhvern hátt í þeirri trú um að manneskjan sem sæi um kynninguna myndi ekki fatta neitt. Já svona var þetta í gamla daga.

miðvikudagur, nóvember 03, 2004

Þegar þetta er skrifað lítur út fyrir fjögurra ára valdasetu Bush til viðbótar. Ég hef í gegnum tíðina sagt að þetta dæmi hjá BNA mönnum að leyfa forseta bara að sitja í 8 ár í senn sé frekar heimskulegt, t.d. því það hefði verið miklu betra að hafa Clinton áfram heldur en að fá Bush á sínum tíma. En ætli maður geti ekki þakkað fyrir það núna að ef hann vinnur þá eru það "bara" fjögur ár til viðbótar. Nema hann taki sig til og breyti lögunum.
Ég er núna búinn að vera á bílaleigubíl, nánar tiltekið á Yaris, í þrjá daga. Þetta er helvíti fínn bíll, 5 dyra, vítt til veggja og hátt til lofts. Svo er aksturstölva sem er alltaf gaman að skoða að mínu mati, sjá eyðsluna og svona. Þar fyrir utan er mjög speisað að sitja inni í bílnum því mælaborðið er ekki eins og maður á að venjast. Helsti ókosturinn er of "mjúk" kúpling. Það þarf varla að stíga á hana og þá er hún komin niður og svo stígur maður mjög stutt niður sem mér finnst óþægilegt.