A site about nothing...

fimmtudagur, nóvember 04, 2004

Ég fór í Hagkaup Skeifunni áðan og þar var fullt af kynningum á allskonar mat í gangi. Maður hatar ekki kynningar þannig að ég smakkaði allt sem var á boðstólnum( þetta var ekki það mikið þó, svo þið haldið það ekki). Flest var mjög gott en eitt var viðbjóður. Það var mysingur með banana og súkkulaði eða eitthvað álíka og smakkaðist herfilega. En eftir að hafa verið þarna þá rifjaðist upp fyrir mér hvernig þetta var þegar maður var krakki. Þá var maður nú kominn í feitt ef það var kynning t.d. í Samkaup, eða Kaupfélaginu eins og það hét þá. Maður fór og smakkaði og fór síðan frá smökkunarstaðnum, sneri við úlpunni og setti á sig húfu og kom aftur. Svo ef þetta var mjög gott fór maður aftur og ef maður var með vini sínum þá skipti maður kanski um úlpu eða breytti útlitinu á einhvern hátt í þeirri trú um að manneskjan sem sæi um kynninguna myndi ekki fatta neitt. Já svona var þetta í gamla daga.