Ég er bara allur lurkum laminn eftir fótbolta gærkvöldsins. Finn til hér og þar og þá sérstaklega í þríhöfðanum þar sem ég fékk ansi gott högg á hann frá Tomma í einu návígi okkar. Þarna hefur myndast veglegur marblettur auk kúlu sem sést held ég ekkert sérlega vel en ég finn fyrir. Svo eru tveir aðrir staðir aumir en afhverju það er, er ég ekki viss.
Time goes by when your having fun var einhvern tíma sagt og það á við núna, nema maður er kanski ekki að skemmta sér það mikið. Búið að vera brjálað að gera í skólanum og núna fer aðeins að róast en þá tekur við próflestur fyrir jólaprófin þannig að það er nóg að gera lærdómslega séð. Reyndar finnst mér skemmtilegra núna en t.d. seinasta vor þar sem ég var kominn með grænar bólur af skóla. Þetta helgast held ég til af því að við erum með heimastofu þar sem maður á það til að læra og það er skemmtilegur andi þarna. En ég held samt að maður muni vera á bókasafninu frekar að læra, svona til að fá næga einbeitingu.
Hvað er málið með kuldann annars. Það er fökked up kalt úti um þessar mundir og svo kalt að ég skóf innan í bílnum mínum í dag og fyrir utan líka.
Time goes by when your having fun var einhvern tíma sagt og það á við núna, nema maður er kanski ekki að skemmta sér það mikið. Búið að vera brjálað að gera í skólanum og núna fer aðeins að róast en þá tekur við próflestur fyrir jólaprófin þannig að það er nóg að gera lærdómslega séð. Reyndar finnst mér skemmtilegra núna en t.d. seinasta vor þar sem ég var kominn með grænar bólur af skóla. Þetta helgast held ég til af því að við erum með heimastofu þar sem maður á það til að læra og það er skemmtilegur andi þarna. En ég held samt að maður muni vera á bókasafninu frekar að læra, svona til að fá næga einbeitingu.
Hvað er málið með kuldann annars. Það er fökked up kalt úti um þessar mundir og svo kalt að ég skóf innan í bílnum mínum í dag og fyrir utan líka.