A site about nothing...

miðvikudagur, nóvember 03, 2004

Þegar þetta er skrifað lítur út fyrir fjögurra ára valdasetu Bush til viðbótar. Ég hef í gegnum tíðina sagt að þetta dæmi hjá BNA mönnum að leyfa forseta bara að sitja í 8 ár í senn sé frekar heimskulegt, t.d. því það hefði verið miklu betra að hafa Clinton áfram heldur en að fá Bush á sínum tíma. En ætli maður geti ekki þakkað fyrir það núna að ef hann vinnur þá eru það "bara" fjögur ár til viðbótar. Nema hann taki sig til og breyti lögunum.
Ég er núna búinn að vera á bílaleigubíl, nánar tiltekið á Yaris, í þrjá daga. Þetta er helvíti fínn bíll, 5 dyra, vítt til veggja og hátt til lofts. Svo er aksturstölva sem er alltaf gaman að skoða að mínu mati, sjá eyðsluna og svona. Þar fyrir utan er mjög speisað að sitja inni í bílnum því mælaborðið er ekki eins og maður á að venjast. Helsti ókosturinn er of "mjúk" kúpling. Það þarf varla að stíga á hana og þá er hún komin niður og svo stígur maður mjög stutt niður sem mér finnst óþægilegt.