A site about nothing...

þriðjudagur, nóvember 23, 2004

Það er ekki laust við að það sé ákveðinn léttir hjá mér núna. Búinn að skila tveimur mjög stórum verkefnum í sitthvoru faginu sem saman gilda 55% af lokaeinkunn, þ.e. 25% verkefni í verkefnastjórnun og 30% verkefni í hagverkfræði. Núna getur maður farið að einbeita sér að því að læra í öðrum fögum og byrjaði ég sterkt í dag. Fór að æfa í Laugum, hékk aðeins í skólanum og var kominn heim klukkan 18, enda átti ég fríið skilið finnst mér.