A site about nothing...

fimmtudagur, nóvember 11, 2004

Það stefnir í rooosalega helgi, þ.e. lærdómslega séð. Við erum í fokki í stóra hagverkfræðiverkefninu og spurning hvort við reddum því fyrir horn. Þannig að ég mun líklega flytja á VRII um helgina held ég hreinlega.
En talandi um VRII þá var ég í skólanum í kvöld og fór í sjoppuna til að grilla mér samloku á leið minni sá ég nýju skúringarstelpuna, ætlaði að nota orðið skúrka en það væri ekki nógu gott. Þetta er bara þokkaleg gella og þegar ég tjáði samnemendum mínum í þriðja árs stofunni þá höfðu fleiri tekið eftir henni. Hingað til hafa skúrkurnar verið bara einhverja nöldurgjarnar gamlar konur.
Ég fór líka í World Class í dag og hitti þar leiðbeinanda, engann annan en kempuna Jón Arnar Magnússon tugþrautarkappa, spurning hvort maður eigi að taka mark á því sem hann segir, alltaf meiddur og svona :D, ég segi svona. Hann var voða almennilegur og hress og kom mér í nýtt prógram sem hentar mér vel um þessar mundir þar sem ég hef ekki mikinn tíma til að lyfta. Svo fór ég í Intersport og fékk mér lyftingargrifflur þannig að nú er maður bara kominn í alvöruna.