A site about nothing...

fimmtudagur, nóvember 15, 2007

Framtíðin

Það sem hefur legið hvað mest á mér síðustu vikur er hvað mun gerast eftir jól. Mun ég vera áfram í Boston? Mun ég flytja heim? Mun ég flytja til Danmerkur? Ég hreinlega veit það ekki. Þetta óvissu ástand er að fara með mig svo ég játi það hér og nú og það er ólíklegt að það muni ráðast á alveg næstu dögum en vonandi næstu vikum, annars fer ég yfirum.
Það sem ég er að reyna að finna út núna er hvort ég vilji vera áfram hérna í Boston. Borg sem ég dýrka og dái en það gengur ekki sérlega vel að finna vinnu. Ég hafði eiginlega lofað sjálfum mér að láta það ráðast hvað gerðist eftir jól á því hvernig starf mér myndi bjóðast á mismunandi stöðum í heiminum. Þess vegna vil ég ekki að svo stöddu bara taka eitthvað starf hérna í Boston til að geta verið í 1 ár í viðbót.
Þegar ég var í Köben í sumar þá fann ég hversu virkilega mig langar til að búa þar í einhvern tíma og sá möguleiki er vissulega til staðar. Ég þarf hins vegar að fara að leita mér að starfi þar og því er ekki víst að ég fengi "draumastöðuna". En kannski á ég ekkert að vera að hugsa um það núna. Ég er ungur og ég get breytt um starfsvettvang. Reykjavík er vissulega valkostur en mér finnst að ef ég fer heim að þá er ég einfaldlega að fara í pakkann*. Jú vissulega eru launin heima frábær og flestir vina minna búa á Íslandi en mér finnst ég ekki hafa klárað útlanda reynsluna og þar sem það er í rauninni ekkert sem bindur mig við Ísland þá er spurning hvort maður eigi ekki að klára þessa þörf bara. Ég veit það yrði æðislegt að búa í Köben og þar eru margir góðir vinir líka og ættingjar þannig að þetta er sterkur kandidat hjá mér. Upp á síðkastið hefur einnig verið að laumast að mér sá valmöguleiki að gera eitthvað ótrúlega út úr karakter. Fara til Japans og vinna eða Ástralíu. Kannski að ferðast um Suður-Ameríku í nokkra mánuði eftir útskrift og svo fara heim. Þetta er lang-ólíklegasta staðan að svo stöddu en maður getur alltaf látið sig dreyma um að maður sé svona ævintýragjarn þó svo í raunveruleikanum er maður það ekki.
Þegar Inga, sem býr hér í Boston, komst að því að ég gæti verið að flytja þá bjó hún til lista yfir hluti sem ég þyrfti að gera áður en ég færi heim. Á honum eru t.d.
1. Going for the belt!! (ef þú hefur séð how I met your mother þá veistu hvað þetta þýðir).
4. Ice in soda (eitthvað amerískt víst)
5. Place in China town that has more cops than servers (Inga á það til að skrifa á ensku þegar hún er aðeins komin í glas)
6. Karaóki Sushi (ég held að þetta gæti verið skemmtilegt enda frábær karaókí söngvari ;) )
7. Brady. Þetta þýðir að fara að sjá Patriots og Brady. Eitthvað sem ég er meira en til í.
8. Ballet (ég held að þetta sé að fara í ballet tíma).
9. Yellow Belt
10. Get a job in America.

Skemmtilegur listi þetta.

*pakkinn: eignast íbúð, bíl, sumarbústað, kærustu, börn, áður en maður verður þrítugur.