Rakst á þessa mögnuðu útgáfu af laginu Outsiders með Franz Ferdinand sem er lokalag You Could Have Done it so Much Better og líklega eitt besta lagið á plötunni. Það sem gerir lagið jafn flott og raun ber vitni er þessi Austantjalds keimur sem er á því auk þess sem trommubítið er hreint út sagt frábært og eflaust flókið að spila live. Franz Ferdinand leystu það hins vegar á ansi skemmtilegan hátt eins og sést á myndskeiðinu sem fylgir.
þriðjudagur, nóvember 20, 2007
|
<< Home