Það er búð hérna í Boston sem heitir Bodega og er svona high end sneaker búð ásamt því sem hún selur föt. Það sem er mjög svalt við þessa búð er að hún er falin á bakvið litla verslun sem er með helstu nauðsynjavörur fyrir heimilið og drykki og svona. Bodega og Converse fóru nýlega í samstarf og bjuggu til skóna sem myndin hér að neðan er af og er framleidd í takmörkuðu upplagi og seld á um 4-5 stöðum í heiminum þar á meðal Wood Wood í Köben. Ég keypti mér par af þessum skóm í dag (fyrsti dagurinn sem þeir eru seldir) þar sem mig hefur langað í Converse skó lengi og þessir heilluðu mig mjög. Svo fór ég að spyrjast fyrir um upplagið af skónum og þá skildist mér á afgreiðslumanninum að það væru til 100 pör í búðinni hjá þeim (hönnuðunum) og svo væntanlega eitthvað í hinum 3-4 stöðunum. Það er því ekki laust við að maður sé í nettum elítu fíling í dag :). Til að sjá fleiri myndir af þessum frekar mögnuðu skóm í mínu huga þá getið þið smellt hér
sunnudagur, nóvember 18, 2007
|
<< Home