A site about nothing...

miðvikudagur, nóvember 14, 2007

Allt að gerast á þessu bloggi eins og fólk hefur tekið eftir.

Ég bloggaði ekki svo löngu um tvo sjónvarpsþætti. Annars vegar er það, besti sjónvarpsþáttur EVER, Tila Tequila: A Shot At Love og hins vegar var það Chuck. Um Chuck sagði ég að hann væri líklegastur af þremur nýjum þáttum hjá NBC sem ég myndi horfa á og viti menn, sú varð raunin. Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi þátta með "trúanlegan" söguþráð og *hóst* flottum gellum *hóst* eins og t.d. Alias og þessi þáttur fellur fullkomlega undir þann hatt. Þannig að allir að tjekka á Chuck og gleyma raunveruleikanum í svona 40 mínútur eða svo.
Tila Tequila er síðan allt annar handleggur. Þetta er mesta drama sem ég hef á ævi minni séð og hver þáttur er stútfullur af einhverju óvæntu. Fólkið sem er að keppast um hylli Fröken Tequila er síðan alveg spinnegal flest af þeim og það eykur skemmtanagildi þáttarins. Minn maður í þættinum er ítalinn Domenico og er ósjaldan hægt að hlæja að því sem hann gerir eða segir. Ég er þess fullviss um að Skjáreinn eða Sirkus muni byrja að sýna þennan þátt, annað væri hneyksli.
Þriðji þátturinn sem ég ætla að tala um er svo LA Ink. Ég hef alltaf haft fordóma gagnvart tattoo og sjaldnast skilið af hverju fólk fær sér eitthvað flennistórt tattoo á áberandi stað. En eftir að hafa horft á þessa þætti þar sem maður fær að kynnast fólkinu sem fær sér tattoo-in og ástæðuna fyrir því auk þess sem maður kynnist listamönnunum þá hefur virðing mín fyrir þessu stóraukist. Sumir af tattoo listamönnunum eru fáránlega færir og víla ekki fyrir sér að búa til tattoo sem líta nákvæmlega út eins og manneskjan á frummyndinni.

Síðasta föstudag fór ég á minn fyrsta NBA leik og sá liðið sem allir hafa verið að tala um fyrir þetta season, Boston Celtics. Celtics gjörbreyttu liðinu sínu frá því í fyrra sem náði þeim vafasama heiðri að bæta metið í töpuðum leikjum í röð og hafa nú fengið til liðs við sig Kevin Garnett og Ray Allen. Liðið hefur verið að spila mjög vel í byrjun leiktíðar og margir tala um að stórir hlutir gætu gerst. Það var ansi gaman að fara á leikinn. Sætin voru ansi ofarlega en maður sá samt fáránlega vel en það sem kom mér kannski hvað mest á óvart hversu hljóðlátir áhorfendur voru. Kannski var það sökum þess að leikurinn var í rauninni aldrei neitt spennandi eða kannski eru þetta bara einhverjir filler fans sem vilja sjá KG og Ray Ray. Reyndar get ég lítið sagt þar sem ég var ekki mikið að öskra. Ég lét mér nægja að klappa.