Í kvöld fór ég á þriðju Annuals tónleikana mína á þessu ári og dró Ingu með mér (hún kom með mér á fyrstu líka). Bandið spilaði á stað sem heitir Great Scott og er svona lítil og nett búlla þar sem sviðið er fáránlega lítið og maður stendur næstum því við hliðina á hljómsveitinni þegar hún spilar ef maður er fremst. Annuals eru í miklum metum hjá mér og ég hef oft skrifað um hana á Rjómanum t.d. hér og hér. Hljómsveitin er skipuð 6 manns, 5 gaurar og ein gella og þessi gella er einhver sem mér hefur alltaf fundist virkilega sæt. Eftir tónleikana þeirra í kvöld og þegar næsta band hóf leik þá vildi svo skemmtilega til að engin sat á barnum en gellan úr Annuals kom og settist þar og enginn var að tala við hana. Ég ákvað að þarna væri mitt móment að segja hæ, að ég væri mikill aðdáandi bandsins þeirra (sem ég er) og spyrja afhverju þau spila ekki uppáhaldslagið mitt. Ég gerði allt þetta og við enduðum á því að spjalla saman í um klukkutíma, mestmegnis um tónlist. Semsagt mjög fínn dagur að mínu mati :).
Og við sjáum mynd
Og við sjáum mynd