A site about nothing...

föstudagur, nóvember 16, 2007

Vín
Það er fátt betra en gott glas af víni með mat eða eitt og sér. Eftir að ég flutti hingað þá fór ég að meta vín og núna get ég varla hugsað mér lífið án víns, ætli ég sé alkahólisti? Líklega ekki en það vita kannski fáir en ég er með "vínkjallara" í herberginu mínu. Reyndar er þetta bara ein hilla í Ikea hillusamstæðunni minni en í fyrsti skipti síðan ég keypti áðurnefnda hillu þá er hún full af vínum. Ég hef nefnilega verið ansi duglegur þessa vikuna að kaupa vín. Í kvöld keypti ég fjögur rauðvín frá Ítalíu þegar ég fór í vínbúð á Newbury í leit að víni sem ég fékk í Róm í sumar. Þessi vín er ekki jafn flott og hitt vínið en ég hlakka til að prufa þau. Svo á þriðjudaginn þegar ég var á sales career fair (sem var ömurlegt) rétt hjá North End þá sá ég leik á borði og skellti mér í góða vínbúð þar og keypti 2 hvítvín (ítölsk) og eina rauðvín frá chateauneuf du pape eða hvernig sem það er skrifað, á 18 dollara til að tjekka hvort það dæmi allt sé gott. Ég keypti líka nýjasta blaðið af Wine Spectator og það er án vafa snobbasta blað sem ég hef keypt hérna í Ameríkunni.
Þið megið semsagt búast við því að þar sem ég á 6 flöskur af víni að þá mun ég basically bara vera fullur þangað til ég flýg heim. Kannski er ég alkóhólisti eftir allt saman.