A site about nothing...

mánudagur, nóvember 26, 2007

Undanfarnar vikur hef ég verið að hlusta á ýmsa góða tónlist og séð nokkrar kvikmyndir og langar að deila þessu með ykkur.

Byrjum á tónlistinni.
Kanye West - Graduation
Nokkuð þétt plata frá 'Ye eins og við vinir hans köllum hann og þar á meðal ég þar sem ég hitti hann jú í London haustið 2005 en það er önnur saga. Eins og nafnið gefur til kynna er 'Ye að klára skóla, jafnvel skóla lífsins. Platan er straumlínulagaðri en College Dropout og Late Registration sem báðar eru rétt yfir 20 lög en hérna lætur hann sér nægja 13 lög til að breiða boðskapinn en hefði getað haft þau 12 þar sem síðasta lagið, Big Brother, er gríðarlega leiðinlegt. Ég verð að gefa honum hrós fyrir að sleppa sketsunum sem drógu úr gæðum Late Registration en þrátt fyrir enga sketsa þá er Late Registration aðeins betri plata að mínu mati og spilast það á styrkleika laganna sem þar eru. Lög sem fólk ætti að tjekka á hér eru t.d.:
Good Morning
Stronger (sem flestir hafa heyrt hvort eð er)
Can't Tell Me Nothing Það voru tvær útgáfur gerðar af myndbandi fyrir þetta lag og "grín" útgáfan er með Bonnie Prince Billy og grínista sem heitir Zach Galifianakis
Flashing Lights
Everything I am Hugljúft og sálarfullt lag sem minnir svolítið á fyrstu verk Kanye.

Feist - The Reminder
Í þónokkurn tíma hef ég heyrt fólk verið að mæra Feist og vissi svosem að hún var/er hluti af Broken Social Scene sem á eina bestu plötu þessa áratugar, You Forgot it in People. Þessi plata er hennar þriðja og verð ég eiginlega að viðurkenna að ég er undrandi að ég hafi ekki tjekkað á verkum hennar fyrr. Þessi plata er í mínum huga hin fullkomna sunnudagsplata. Þægileg á að hlusta, falleg (röddin hennar er himnesk), fjölbreytt og stútfull af frábærum lögum. Lög sem þið ættuð að tjekka á eru:
I Feel it All Hressandi lag.
Past in Present Annað hressandi lag.
The Limit of Your Love Byrjar tregafullt og blúsað en verður því sem næst bjartsýnt í lok lagsins.
1234 Lag sem ég var ósjaldan búinn að dilla mér við þegar það kom í Ipod auglýsingunni í sjónvarpinu, vissi samt ekki að það væri með henni.
Honey Honey Þetta lag og lagið sem fylgir verður maður helst að hlusta á saman þar sem þau tengjast svo fullkomlega. Ég held að það sé óhætt að segja að hún sé svolítið undir áhrifum frá Björk í þessum tveimur lögum.
How My Heart Behaves Byrjunin á laginu minnir mig alltaf á lag með Björk sem ég man ekki hvað heitir. Virkilega fallegt lag.

Ég hefði næstum því getað sett alla plötuna hennar Feist sem lög sem þið eigið að tjekka á en þessi lög gefa ágæta mynd af plötunni.

Kvikmyndir:
August Rush
Whitney og Victoria náðu einhvern veginn að draga mig á þessa mynd sem ég hefði ekki að fyrra bragði farið á. Ég var skeptískur á að þetta væri minn tebolli þar sem trailerinn virkaði ekki mjög spennandi, ekta chick flick. Ekki batnaði þetta þegar í salinn var komið og trailerar fyrir myndir sem fara að koma í bíó voru sýndir, eintómar chick flicks. Það rættist hins vegar heldur betur úr þessu og myndin sjálf bara hin fínasta ef maður horfir framhjá nokkrum atriðum í söguþræðinum sem meika engan sens. Þetta er svona feel good mynd og tónlistin í myndinni virkilega góð. Svo er Kerry Russell líka svo sæt að það var added bonus.

Stardust
Þegar ég sá trailerinn fyrir Stardust í sumar þá leist mér ágætlega á hana. Klassísk ævintýramynd með klassa leikurum, Robert De Niro, Michelle Pfeiffer, Claire Danes í helstu hlutverkum og Ricky Gervais í smáhlutverki. Einhvern veginn fór myndin samt framhjá mér í kvikmyndahúsum hérna úti og því fór svo að ég horfði á myndina á tölvunni í gegnum þessa síðu (frábær síða). Myndin sjálf var svo bara virkilega góð, klassískt ævintýri um baráttu góðs og ills, ástar og illsku. Mæli með henni.