A site about nothing...

sunnudagur, nóvember 25, 2007

Fjalli Palli benti mér á síðuna cracked.com ekki fyrir svo löngu og sagði að þetta væri fín afþreyingarsíða þegar maður er að læra og nennir ekki að læra alveg í augnablikinu. Talaði Fjalli Palli um að þarna væru oft góðir listar um hitt og þetta og í dag fann ég þennan lista. Hann fjallar um 7 kvikmyndir sem voru gerðar eftir teiknimyndasögubókum (langt orð) og eiga allar það sameiginlegt að hafa vikið mjög frá sögunni í bókinni. Það er mikið til í þessu hjá höfundinum og best og fyndnust finnst mér færslan hans um myndina sem lendir í fyrsta sæti en ég ætla ekki að segja ykkur hver hún er svo þið lesið þetta :).

Fyrst ég er byrjaður að tala um afþreyingarsíður þegar maður nennir ekki að læra þá er coedmagazine í miklu uppáhaldi hjá mér. Þar má finna greinar um málefni sem skipta "mjög" miklu máli, myndasöfn af gellum og fleira áhugavert og fræðandi, mæli með þessu. Systursíða coedmagazine er svo collegecandy og hana kíki ég stundum á líka enda þarf maður alla þá hjálp sem hægt er að fá til að skilja konur.