A site about nothing...

þriðjudagur, febrúar 27, 2007

Þegar maður býr í borginni sem besta myndin á óskarsverðlaununum gerist í þá er frekar ólíklegt að daginn eftir verðlaunaafhendingu að maður geti leigt umrædda mynd á blockbuster en ég var svo bjartsýnn að halda það.

Annars þá var ég í síðasta midterminu mínu í kvöld, hélt ég væri að falla á tíma, fór í hypermode og reiknaði eins og vindurinn. Svo kláraðist prófatíminn að ég hélt og ég náði að klára prófið en kennarinn sagði ekki neitt. Þannig að ég fór aftur í gegnum prófið og athugaði nokkra reikninga og þar leyndust villur. Hjúkkit og húrra fyrir lengdum prófatíma.

Á föstudaginn kenndi ég 7 útlendingum hvernig þau eiga að bera sig þegar þau fara á veitingastað, biðja um borð fyrir tvo, hneykslast á verðlaginu, kvarta því maturinn er kaldur og biðja um reikninginn. Ég hefði kannski átt að bæta því við hvernig maður pantar mat en ég kenndi þeim þó að panta sér glas af hvítvíni, rauðvíni eða bjór.

mánudagur, febrúar 26, 2007

Er það merki um það hvernig heimurinn er orðinn þegar maður kaupir blað sem á að vera fyrir karlmenn og svona fyrstu 60 síðurnar eru tískuauglýsingar? Eða ætti ég kannski bara ekkert að vera að kaupa GQ?

föstudagur, febrúar 23, 2007

Eru það merki um elliglöp þegar maður er ekki viss hvort maður sá eitthvað eða dreymdi? Ég spyr því nýlega þá mundi ég eftir að hafa "séð" frétt í sjónvarpi þar sem fréttakona var í beinni útsendingu fyrir utan hárgreiðslustofuna sem Britney krúnurakaði sig, svo var sýnt vídjó af því þegar Britney var fyrir innan að raka af sér hárið og hún var með tattoo á samskeytum hnakka og baks. Í þessari frétt þá hafði fréttakonan kysst sig á höndina sem átti að tákna tattooið sem Britney hafði fengið sér. Málið er hins vegar að ég get ómögulega munað hvort mig dreymdi þetta eða hvort ég sá þetta í sjónvarpinu. Þetta hræðir mig svolítið.

miðvikudagur, febrúar 21, 2007

Nú skal segja fréttir. Í fréttum er þetta helst:
Í gær var forsetadagurinn í USA og því frí í skólum. Í tilefni af því skelltum við Inga okkur í Bikram Jóga sem mætti lýsa sem 90 mínútum í helvíti. Helvíti er ekki notað á vondan hátt hér heldur til að gefa fólki hugmynd um hitann í herberginu. Bikram jóga er nefnilega stundað í 40 gráðu herbergi og æfingarnar sem gerðar eru láta manni verða heitari en allt og svitna meira en maður hefur á ævi sinni gert. Þegar ég las mér til um hvernig ég ætti að undirbúa mig fyrir þetta þá var sagt að varðandi föt þá væri minna pottþétt meira sem passaði almennt við stemmninguna þarna. Ég byrjaði mjög modest og var í æfingabol sem "andar" en eftir ákveðinn tíma þá var það of mikið og ég varð að taka hann af mér. Ef það hefði verið socially acceptable þá hefði ég helst vilja fara úr stuttbuxunum líka og hella yfir mig vatnsflöskunni en ég náði að hemja mig. Í dag er ég hinsvegar með harðsperrur á stöðum sem ég hef ekki fengið harðsperrur áður en þrátt fyrir þetta þá væri ég til í að prufa að fara aftur í vikunni ef tími gefst til.

Í öðrum fréttum er það helst að frétta að markaðsdeild Northeastern hefur greinilega verið í yfirvinnu með að koma upp með hugmyndir til að græða. Þeirra helsta tekjulind er að ræna nemendur með leiguverði og þá sérstaklega þá sem búa á campus en þeir láta ekki staðar numið þar. Í gær fékk ég nefnilega bréf stílað á foreldra mína, þ.e. "to the parents of" og svo nafnið mitt en sent til mín. Þetta vitaskuld vakti forvitni mína og þegar ég opnaði þetta þá fylgdi bréf frá einhverri kellu sem sagði að nú væri tími lokaprófa framundan og þá þætti viðkomandi barni ekki verra að finna að foreldrunum þyki ennþá vænt um sig með því að senda "carepackage". Til eru þrír mismunandi carepackeges, þetta eru ávexti og snakk og eitthvað þannig, og svo geta foreldrarnir sent svona "personal note" með til að tryggja að nemendurnir viti fyrir víst að foreldrunum þyki ennþá vænt um þau, þó svo þau séu að taka um 3 milljónir króna á ári fyrir að vera í skóla. Í prófunum í vor þá held ég að ég fari bara í wholefoods þegar mér langar í grænmeti og ávexti, annars á þetta bara eftir að eyðileggjast ef ég fæ einhverja risasendingu.

Í blálokin þá er ekki úr vegi að nefna að ég er á leiðinni til Las Vegas 2.mars og verð þar til 5. mars með Tumi og strák sem heitir Kári. Frá 5. mars til 7. mars þá verð ég líklega að skoða Miklagljúfur.

Þangað til næst, stay black!

sunnudagur, febrúar 18, 2007

Air Jordan 22

Virkilega flott auglýsing fyrir skó frá Micheal Jordan. Lagið undir er fullkomið fyrir dramatíkina sem ríkir í auglýsingunni.

miðvikudagur, febrúar 14, 2007

Ég hef fundið út afhverju Kaninn á við offituvandamál að stríða. Þessa uppgötvun gerði ég í kvöld þegar ég ætlaði að vera rosalega healthy og fá mér Poland Spring Natural Sparkling Water. Í sakleysi mínu tók ég hálfslítra flöskuna úr kælinum og hélt áleiðis að kassadömunum. Ég var bara þónokkuð sáttur við þessa ákvörðun mína því mér finnst sódavatn gott og það er tiltölulega hollara en dós af diet kók. Einnig hafði ég fengið mér samloku og ég vissi svona nokkurn veginn hvað ég ætti að borga og því þegar kassadaman sagði mér verðið á heildapakkanum þá fannst mér eitthvað grunsamlegt. Var samlokan dýrari en venjulega? Ég aðgætti verðið á henni og það var hið sama og alltaf en samt var ég að borga miklu meira. Ég spyr því í sakleysi mínu dömuna hvað sódavatnið hefði kostað. "3 dollarar og 59 cent" sagði daman án þess að skammast sín. Mig rak í rogastans og innan í mér átti ég ekki til orð yfir þessu. Samt borgaði ég og fór út, ósáttur við að ætla að vera í hollustunni.
Svo fólk fái pínu perspektív á hvað þetta er dýrt þá hefði ég næstum getað keypt þrjár 600 ml diet kók flöskur og miðað við hvað ég var þreyttur, þetta var í hléi á lengsta tíma sem ég hef setið í á ævi minni, þá hefði ég kannski frekar bara að kaupa þessar þrjár diet kók flöskur.

mánudagur, febrúar 12, 2007

Veðrið í Boston í dag hefur verið ansi gott. Þar sem ekki er neinn vindur þá er kuldinn ekki eins rosalegur og í rauninni bara nokkuð hressandi og því um að gera að dvelja aðeins úti við enda gerir maður ekki nógu mikið af því. Úr varð að ég fór í göngutúr og drakk í mig stemmninguna á Newbury og fegurðina í Boston Common. Í Boston Common er ágætis tjörn og þar sem kuldinn hefur verið í tvöföldum tölum síðustu vikurnar þá er tjörnin frosin og því er hægt að skauta þar. Þar sem ég var ekki með skauta sleppti ég því en labbaði þess í stað út á tjörnina. Um þetta leyti var orðið dimmt og lýsing bygginganna(ég hef alltaf verið hrifnæmur fyrir vel upplýstum fallegum byggingum) sem náðu að skína í gegnum trén í garðinum voru það sem ég sá. Þarna uppgötvaði ég hvað Boston getur verið falleg borg. Einnig verð ég að segja að einn allra stærsti kosturinn við borgina er hversu lítil hún er en samt nógu stór. Maður getur labbað um allt og séð svo fáránlega mikið en samt á stuttum tíma.

Í einhverju ölæði inn á Club 33 í gærkvöldi, þar sem Inga kom inn 20 manns í gegnum VIP röðina, þá ákvað ég að búa til myndaseríu. Í stuttu máli var hún þannig að ég átti að vera að kyssa fólk á kinnina. Ég bjó svo til svona heildarmynd af þessu og það sem mér finnst skemmtilegast að sjá er hvernig fólk tekur þessu mismunandi en leyfum myndinni að tala sínu máli.

föstudagur, febrúar 09, 2007



Ég hef upp á síðkastið verið í miklum tónlistarlegum leiðangri. Öll helstu tól sem internetið býður upp á eru notuð til þess arna og ómældum tíma eytt í að finna góða stöffið. Tökum sem dæmi lagið hér að ofan. Þetta er svona ekta föstudagslag, lag til að tjútta við og hversu vel við hæfi er að það heiti, Good Stuff? Bandið heitir Clor og gaf þetta lag út á samnefndri plötu árið 2005 en er víst hætt núna. Platan fékk góða dóma en ég hef ekki enn hlustað á hana. Lagið fann ég þegar ég notaði Pandora og bjó til stöð sem spilar lög með svipuð tónlistargen og Such Great Heights með Postal Service. Annað lag sem ég fann þar heitir One Part Lullaby og er með Folk Implosion. Eins og nafnið gefur til kynna þá er þetta vögguvísa nema með svona Dj-Shadow trommum, virkilega töff.
Þar sem Justin á hug minn þessa stundina eftir virkilega góða tónleika þá bjó ég til stöð sem heitir Sexyback. Þar rakst ég á lag sem heitir því skemmtilega nafni, STD Dance, með hljómsveitinni Iam Robot, og þeir sem eru sleipir í ensku vita hvað þetta þýðir. Lagið myndi líka flokkast undir föstudagslag í mínum huga.


Fyrir utan þessi lög þá hafa nýju diskar eftirfarandi hljómsveita að renna í gegn hjá mér. Hljómsveitirnar eru; Bloc Party, Clap Your Hands Say Yeah, Air og The Shins.
Ég kannski blogga betur um þá þegar þeir hafa fengið meiri spilun.

fimmtudagur, febrúar 08, 2007

"I'm bringing sexy back... YEAH!!

Í gærkveldi upplifði ég hvernig það hefur líklega verið þegar Bítlarnir voru sem vinsælastir. Öskrin í kvenfólki (og sumum karlmönnum) voru slík að ég hef aldrei heyrt annað eins. Hávaðinn var svo mikill að ég heyrði bara surg í eyrunum þegar verst lét. Ástæða þess alls? Justin Timberlake.
Ég skal viðurkenna það að ég fíla Justin Timberlake. Fyrir mesta parta þá er tónlistin hans góð. Danslögin hans eru snilld en ballöðurnar, kannski ekki alveg fyrir mig. Drengurinn kann að dansa og það sem kom mér á óvart er að hann er þónokkuð fær á gítar og hljómborð/píanó/syntha. Til að mynda þá spilaði hann gítarriffið í Like I Love You (sem var annað lagið í prógraminu), hann spilaði píanó kaflann í Senjorita og í instrumental kaflanum sem leiddi að Sexyback þá spilaði hann á syntha.
Sviðið var þannig að þetta leit út fyrir að vera bar, fólk gat keypt miða á barinn og snert "goðið" þegar hann labbaði þar framhjá í showinu. Svo voru tjöld mikið notuð fyrir svona visual effect, t.d. til að varpa upp bakgrunni auk þess sem var að gerast á sviðinu og því kom þetta í stað stórra skjáa. Allur visual pakkinn var mjög töff.
Showið var í kringum tvær á hálf klukkustund, þar sem JT söng í tvær klukkustundir og svo var hlé þar sem Timbaland, aðalpródúser plötunnar, var með show með sínum lögum. Margir frægustu hip hop dansslagarar síðari árin eru eftir hann.

Skólinn er loksins aðeins farinn að gefa í og ég fíla það. Ef það er engin pressa þá get ég farið í gegnum heilu dagana án þess að gera neitt. Auk þessa þá hef ég bætt á mig álaginu með því að skrá mig í fjóra eins klukkustundarlanga kennslutíma í undirstöðuatriðum golfsins kennt af pga kennara. Fyrir utan þetta þá bauðst ég til að hjálpa til við að setja upp tískusýningu sem verður haldin hér 18. mars og er temmilega stórt batterí. Mitt starf verður ekki að módelast heldur að stjórna hlutunum baksviðs.

miðvikudagur, febrúar 07, 2007

Trommuleikari dauðans

Nett tvíeyki taka nokkur lög á trommur, gítar og bassa. Ef þið nennið ekki að horfa á þetta allt, tjekkið á endanum (frá svona 5:30), frekar svalt.

mánudagur, febrúar 05, 2007

Það er ekki lítið pirrandi að þegar maður fer í partý einhvers staðar að vita að það eru meiri líkur en ekki að partýið verði böstað. T.d. núna um helgina fór ég í tvö partý og bæði voru böstuð, fyrir 1. Í því fyrra sem var wear a white t-shirt partý og ssvo var fólk með penna og skrifaði og teiknaði á bolinn þá kom nágranni partýhaldarans upp alveg band brjálaður og ætlaði að vaða í allt og alla. Í kjölfarið brutust út einhver slagsmál á ganginum og svo kom löggan. Í hinu síðara voru 100+ manns og því alveg ágætis líkur að þetta yrði böstað og laust upp úr miðnætti þá kom löggan.

Og að lokum pínu pæling.
Til hvers að taka þátt í 100 metra spretthlaupi þegar hinn keppandinn byrjar á 70 metra línunni?