Veðrið í Boston í dag hefur verið ansi gott. Þar sem ekki er neinn vindur þá er kuldinn ekki eins rosalegur og í rauninni bara nokkuð hressandi og því um að gera að dvelja aðeins úti við enda gerir maður ekki nógu mikið af því. Úr varð að ég fór í göngutúr og drakk í mig stemmninguna á Newbury og fegurðina í Boston Common. Í Boston Common er ágætis tjörn og þar sem kuldinn hefur verið í tvöföldum tölum síðustu vikurnar þá er tjörnin frosin og því er hægt að skauta þar. Þar sem ég var ekki með skauta sleppti ég því en labbaði þess í stað út á tjörnina. Um þetta leyti var orðið dimmt og lýsing bygginganna(ég hef alltaf verið hrifnæmur fyrir vel upplýstum fallegum byggingum) sem náðu að skína í gegnum trén í garðinum voru það sem ég sá. Þarna uppgötvaði ég hvað Boston getur verið falleg borg. Einnig verð ég að segja að einn allra stærsti kosturinn við borgina er hversu lítil hún er en samt nógu stór. Maður getur labbað um allt og séð svo fáránlega mikið en samt á stuttum tíma.
Í einhverju ölæði inn á Club 33 í gærkvöldi, þar sem Inga kom inn 20 manns í gegnum VIP röðina, þá ákvað ég að búa til myndaseríu. Í stuttu máli var hún þannig að ég átti að vera að kyssa fólk á kinnina. Ég bjó svo til svona heildarmynd af þessu og það sem mér finnst skemmtilegast að sjá er hvernig fólk tekur þessu mismunandi en leyfum myndinni að tala sínu máli.
Í einhverju ölæði inn á Club 33 í gærkvöldi, þar sem Inga kom inn 20 manns í gegnum VIP röðina, þá ákvað ég að búa til myndaseríu. Í stuttu máli var hún þannig að ég átti að vera að kyssa fólk á kinnina. Ég bjó svo til svona heildarmynd af þessu og það sem mér finnst skemmtilegast að sjá er hvernig fólk tekur þessu mismunandi en leyfum myndinni að tala sínu máli.