Ég hef fundið út afhverju Kaninn á við offituvandamál að stríða. Þessa uppgötvun gerði ég í kvöld þegar ég ætlaði að vera rosalega healthy og fá mér Poland Spring Natural Sparkling Water. Í sakleysi mínu tók ég hálfslítra flöskuna úr kælinum og hélt áleiðis að kassadömunum. Ég var bara þónokkuð sáttur við þessa ákvörðun mína því mér finnst sódavatn gott og það er tiltölulega hollara en dós af diet kók. Einnig hafði ég fengið mér samloku og ég vissi svona nokkurn veginn hvað ég ætti að borga og því þegar kassadaman sagði mér verðið á heildapakkanum þá fannst mér eitthvað grunsamlegt. Var samlokan dýrari en venjulega? Ég aðgætti verðið á henni og það var hið sama og alltaf en samt var ég að borga miklu meira. Ég spyr því í sakleysi mínu dömuna hvað sódavatnið hefði kostað. "3 dollarar og 59 cent" sagði daman án þess að skammast sín. Mig rak í rogastans og innan í mér átti ég ekki til orð yfir þessu. Samt borgaði ég og fór út, ósáttur við að ætla að vera í hollustunni.
Svo fólk fái pínu perspektív á hvað þetta er dýrt þá hefði ég næstum getað keypt þrjár 600 ml diet kók flöskur og miðað við hvað ég var þreyttur, þetta var í hléi á lengsta tíma sem ég hef setið í á ævi minni, þá hefði ég kannski frekar bara að kaupa þessar þrjár diet kók flöskur.
Svo fólk fái pínu perspektív á hvað þetta er dýrt þá hefði ég næstum getað keypt þrjár 600 ml diet kók flöskur og miðað við hvað ég var þreyttur, þetta var í hléi á lengsta tíma sem ég hef setið í á ævi minni, þá hefði ég kannski frekar bara að kaupa þessar þrjár diet kók flöskur.