Eru það merki um elliglöp þegar maður er ekki viss hvort maður sá eitthvað eða dreymdi? Ég spyr því nýlega þá mundi ég eftir að hafa "séð" frétt í sjónvarpi þar sem fréttakona var í beinni útsendingu fyrir utan hárgreiðslustofuna sem Britney krúnurakaði sig, svo var sýnt vídjó af því þegar Britney var fyrir innan að raka af sér hárið og hún var með tattoo á samskeytum hnakka og baks. Í þessari frétt þá hafði fréttakonan kysst sig á höndina sem átti að tákna tattooið sem Britney hafði fengið sér. Málið er hins vegar að ég get ómögulega munað hvort mig dreymdi þetta eða hvort ég sá þetta í sjónvarpinu. Þetta hræðir mig svolítið.
föstudagur, febrúar 23, 2007
|
<< Home