A site about nothing...

fimmtudagur, febrúar 08, 2007

"I'm bringing sexy back... YEAH!!

Í gærkveldi upplifði ég hvernig það hefur líklega verið þegar Bítlarnir voru sem vinsælastir. Öskrin í kvenfólki (og sumum karlmönnum) voru slík að ég hef aldrei heyrt annað eins. Hávaðinn var svo mikill að ég heyrði bara surg í eyrunum þegar verst lét. Ástæða þess alls? Justin Timberlake.
Ég skal viðurkenna það að ég fíla Justin Timberlake. Fyrir mesta parta þá er tónlistin hans góð. Danslögin hans eru snilld en ballöðurnar, kannski ekki alveg fyrir mig. Drengurinn kann að dansa og það sem kom mér á óvart er að hann er þónokkuð fær á gítar og hljómborð/píanó/syntha. Til að mynda þá spilaði hann gítarriffið í Like I Love You (sem var annað lagið í prógraminu), hann spilaði píanó kaflann í Senjorita og í instrumental kaflanum sem leiddi að Sexyback þá spilaði hann á syntha.
Sviðið var þannig að þetta leit út fyrir að vera bar, fólk gat keypt miða á barinn og snert "goðið" þegar hann labbaði þar framhjá í showinu. Svo voru tjöld mikið notuð fyrir svona visual effect, t.d. til að varpa upp bakgrunni auk þess sem var að gerast á sviðinu og því kom þetta í stað stórra skjáa. Allur visual pakkinn var mjög töff.
Showið var í kringum tvær á hálf klukkustund, þar sem JT söng í tvær klukkustundir og svo var hlé þar sem Timbaland, aðalpródúser plötunnar, var með show með sínum lögum. Margir frægustu hip hop dansslagarar síðari árin eru eftir hann.

Skólinn er loksins aðeins farinn að gefa í og ég fíla það. Ef það er engin pressa þá get ég farið í gegnum heilu dagana án þess að gera neitt. Auk þessa þá hef ég bætt á mig álaginu með því að skrá mig í fjóra eins klukkustundarlanga kennslutíma í undirstöðuatriðum golfsins kennt af pga kennara. Fyrir utan þetta þá bauðst ég til að hjálpa til við að setja upp tískusýningu sem verður haldin hér 18. mars og er temmilega stórt batterí. Mitt starf verður ekki að módelast heldur að stjórna hlutunum baksviðs.