A site about nothing...

föstudagur, febrúar 09, 2007



Ég hef upp á síðkastið verið í miklum tónlistarlegum leiðangri. Öll helstu tól sem internetið býður upp á eru notuð til þess arna og ómældum tíma eytt í að finna góða stöffið. Tökum sem dæmi lagið hér að ofan. Þetta er svona ekta föstudagslag, lag til að tjútta við og hversu vel við hæfi er að það heiti, Good Stuff? Bandið heitir Clor og gaf þetta lag út á samnefndri plötu árið 2005 en er víst hætt núna. Platan fékk góða dóma en ég hef ekki enn hlustað á hana. Lagið fann ég þegar ég notaði Pandora og bjó til stöð sem spilar lög með svipuð tónlistargen og Such Great Heights með Postal Service. Annað lag sem ég fann þar heitir One Part Lullaby og er með Folk Implosion. Eins og nafnið gefur til kynna þá er þetta vögguvísa nema með svona Dj-Shadow trommum, virkilega töff.
Þar sem Justin á hug minn þessa stundina eftir virkilega góða tónleika þá bjó ég til stöð sem heitir Sexyback. Þar rakst ég á lag sem heitir því skemmtilega nafni, STD Dance, með hljómsveitinni Iam Robot, og þeir sem eru sleipir í ensku vita hvað þetta þýðir. Lagið myndi líka flokkast undir föstudagslag í mínum huga.


Fyrir utan þessi lög þá hafa nýju diskar eftirfarandi hljómsveita að renna í gegn hjá mér. Hljómsveitirnar eru; Bloc Party, Clap Your Hands Say Yeah, Air og The Shins.
Ég kannski blogga betur um þá þegar þeir hafa fengið meiri spilun.