A site about nothing...

miðvikudagur, febrúar 21, 2007

Nú skal segja fréttir. Í fréttum er þetta helst:
Í gær var forsetadagurinn í USA og því frí í skólum. Í tilefni af því skelltum við Inga okkur í Bikram Jóga sem mætti lýsa sem 90 mínútum í helvíti. Helvíti er ekki notað á vondan hátt hér heldur til að gefa fólki hugmynd um hitann í herberginu. Bikram jóga er nefnilega stundað í 40 gráðu herbergi og æfingarnar sem gerðar eru láta manni verða heitari en allt og svitna meira en maður hefur á ævi sinni gert. Þegar ég las mér til um hvernig ég ætti að undirbúa mig fyrir þetta þá var sagt að varðandi föt þá væri minna pottþétt meira sem passaði almennt við stemmninguna þarna. Ég byrjaði mjög modest og var í æfingabol sem "andar" en eftir ákveðinn tíma þá var það of mikið og ég varð að taka hann af mér. Ef það hefði verið socially acceptable þá hefði ég helst vilja fara úr stuttbuxunum líka og hella yfir mig vatnsflöskunni en ég náði að hemja mig. Í dag er ég hinsvegar með harðsperrur á stöðum sem ég hef ekki fengið harðsperrur áður en þrátt fyrir þetta þá væri ég til í að prufa að fara aftur í vikunni ef tími gefst til.

Í öðrum fréttum er það helst að frétta að markaðsdeild Northeastern hefur greinilega verið í yfirvinnu með að koma upp með hugmyndir til að græða. Þeirra helsta tekjulind er að ræna nemendur með leiguverði og þá sérstaklega þá sem búa á campus en þeir láta ekki staðar numið þar. Í gær fékk ég nefnilega bréf stílað á foreldra mína, þ.e. "to the parents of" og svo nafnið mitt en sent til mín. Þetta vitaskuld vakti forvitni mína og þegar ég opnaði þetta þá fylgdi bréf frá einhverri kellu sem sagði að nú væri tími lokaprófa framundan og þá þætti viðkomandi barni ekki verra að finna að foreldrunum þyki ennþá vænt um sig með því að senda "carepackage". Til eru þrír mismunandi carepackeges, þetta eru ávexti og snakk og eitthvað þannig, og svo geta foreldrarnir sent svona "personal note" með til að tryggja að nemendurnir viti fyrir víst að foreldrunum þyki ennþá vænt um þau, þó svo þau séu að taka um 3 milljónir króna á ári fyrir að vera í skóla. Í prófunum í vor þá held ég að ég fari bara í wholefoods þegar mér langar í grænmeti og ávexti, annars á þetta bara eftir að eyðileggjast ef ég fæ einhverja risasendingu.

Í blálokin þá er ekki úr vegi að nefna að ég er á leiðinni til Las Vegas 2.mars og verð þar til 5. mars með Tumi og strák sem heitir Kári. Frá 5. mars til 7. mars þá verð ég líklega að skoða Miklagljúfur.

Þangað til næst, stay black!