A site about nothing...

þriðjudagur, febrúar 27, 2007

Þegar maður býr í borginni sem besta myndin á óskarsverðlaununum gerist í þá er frekar ólíklegt að daginn eftir verðlaunaafhendingu að maður geti leigt umrædda mynd á blockbuster en ég var svo bjartsýnn að halda það.

Annars þá var ég í síðasta midterminu mínu í kvöld, hélt ég væri að falla á tíma, fór í hypermode og reiknaði eins og vindurinn. Svo kláraðist prófatíminn að ég hélt og ég náði að klára prófið en kennarinn sagði ekki neitt. Þannig að ég fór aftur í gegnum prófið og athugaði nokkra reikninga og þar leyndust villur. Hjúkkit og húrra fyrir lengdum prófatíma.

Á föstudaginn kenndi ég 7 útlendingum hvernig þau eiga að bera sig þegar þau fara á veitingastað, biðja um borð fyrir tvo, hneykslast á verðlaginu, kvarta því maturinn er kaldur og biðja um reikninginn. Ég hefði kannski átt að bæta því við hvernig maður pantar mat en ég kenndi þeim þó að panta sér glas af hvítvíni, rauðvíni eða bjór.