Var í tíma í kvöld, hjá líklega einum lélegasta kennara sem ég hef á ævi minni haft en það er annað mál, og það var gert hlé klukkan 19. Í hlénu komst ég að því að það var verið að kynna eitthvað ókeypis tungumálanámskeið sem félag innan skólans er með og er kennt af öðrum nemendum. Þarna er boðið upp á fjöldann allan af tungumálum og má þar nefna íslensku, sem Inga kennir, auk tungumála eins og Farsi, bosnísku, víetnamísku og svo þessi klassísku eins og franska, spænska, þýska og ítalska. Þegar ég var í HÍ var líka boðið upp á svona en þar sem ég var alltaf lærandi þá gaf ég mér ekki tíma til að fara þó svo mig langaði mikið til að hressa upp á frönskuna sem ég stundaði ekki nógu vel í MR. Þannig að úr varð að ég skráði mig í advanced frönskutíma og elementary spænskutíma. Það góða við þetta er að þetta er ókeypis og það er engin pressa á manni að mæta, jei. Þetta tungumálaferli tók um klukkutíma og þegar ég mætti aftur í tíma laust upp úr 20 þá var mér sagt að ég hefði ekki misst af neinu.
Eins og máltækið segir: When in Rome, act like the Romans. Nú er hrekkjavaka eftir mánuð eða svo, sem er mjög amerískur viðburður, og ég er farinn að huga að hvað ég ætla að vera. Það þarf helst að vera eitthvað kúl en samt fyndið um leið. Einhverjar hugmyndir?
Já og svo keypti ég miða til Seattle og fer þangað föstudaginn 20. okt til mánudagsins 23. október.
Eins og máltækið segir: When in Rome, act like the Romans. Nú er hrekkjavaka eftir mánuð eða svo, sem er mjög amerískur viðburður, og ég er farinn að huga að hvað ég ætla að vera. Það þarf helst að vera eitthvað kúl en samt fyndið um leið. Einhverjar hugmyndir?
Já og svo keypti ég miða til Seattle og fer þangað föstudaginn 20. okt til mánudagsins 23. október.