A site about nothing...

fimmtudagur, september 28, 2006

Var í tíma í kvöld, hjá líklega einum lélegasta kennara sem ég hef á ævi minni haft en það er annað mál, og það var gert hlé klukkan 19. Í hlénu komst ég að því að það var verið að kynna eitthvað ókeypis tungumálanámskeið sem félag innan skólans er með og er kennt af öðrum nemendum. Þarna er boðið upp á fjöldann allan af tungumálum og má þar nefna íslensku, sem Inga kennir, auk tungumála eins og Farsi, bosnísku, víetnamísku og svo þessi klassísku eins og franska, spænska, þýska og ítalska. Þegar ég var í HÍ var líka boðið upp á svona en þar sem ég var alltaf lærandi þá gaf ég mér ekki tíma til að fara þó svo mig langaði mikið til að hressa upp á frönskuna sem ég stundaði ekki nógu vel í MR. Þannig að úr varð að ég skráði mig í advanced frönskutíma og elementary spænskutíma. Það góða við þetta er að þetta er ókeypis og það er engin pressa á manni að mæta, jei. Þetta tungumálaferli tók um klukkutíma og þegar ég mætti aftur í tíma laust upp úr 20 þá var mér sagt að ég hefði ekki misst af neinu.

Eins og máltækið segir: When in Rome, act like the Romans. Nú er hrekkjavaka eftir mánuð eða svo, sem er mjög amerískur viðburður, og ég er farinn að huga að hvað ég ætla að vera. Það þarf helst að vera eitthvað kúl en samt fyndið um leið. Einhverjar hugmyndir?

Já og svo keypti ég miða til Seattle og fer þangað föstudaginn 20. okt til mánudagsins 23. október.

sunnudagur, september 24, 2006

Dæmigerður sunnudagsmatur á þessu heimili er eins og sá sem ég eldaði áðan. Fyrir valinu varð penne pasta með kjúklingabringum og hvítvínssósu með sveppum og hvítlauk. Smakkaðist vel en það vantaði kannski aðeins meira salt. Legg það á minnið fyrir næsta föstudag.

Í gær var farin ferð á vegum leased properties hjá northeastern í six flags rússibanagarðinn í springfield, massachusetts. Vaknað var klukkan 6 og mætt klukkan 7 fyrir utan NEU og svo sofið í svona tvo tíma í rútunni. Þegar við komum til Six flags þá var um klukkutími þangað til að það opnaði þannig að það hefði mátt seinka rútinunni frá því um morguninn um einn klukkutíma eða svo. Með í för voru Vanni, Victoria og Whitney og þvi miður fyrir Vanni vorum við ekkert of æst að prufa allt en hann lét sig samt hafa það og fór þá bara einn í það tæki sem hann langaði í. Ég var búinn að ákveða að ögra sjálfum mér og fyrir valinu varð þetta tryllitæki. Sjitturinn titturinn hvað þetta var geðveikt tæki. Á leiðinni upp í byrjun þá fórum við upp, og meira upp og svo fór maður að velta því fyrir sér hvort við værum ekki komin of hátt. Næsta hugsun sem laust upp var að við værum áreiðanlega komin of hátt og þá kom fallið og shit það var rosalegt. Hornið sem fallið var undir er 75 gráður og manni leið eins og maður væri í frjálsu falli í öll þau 221 fet (u.þ.b. 70 metrar) sem það var. En þetta var samt snilld.

Fyrir helgi einhvern tíma þá fékk ég liquor skírteinið mitt sent í pósti (sá samt póstinn bara í dag) sem þýðir að ég get núna farið út á lífið án þess að eiga það í hættu að týna passanum mínum og I-94 spjaldinu, sem er ekki gott btw. Spurning hvort maður vígi þetta ekki bara um næstu helgi, ég held það.

Ég hef eflaust ekkert minnst á það að á miðvikudaginn sem leið þá fór ég ásamt Vanni, Ingu (sem er í undergrad í NEU) og Olgu og Garðari á Stones tónleika. Leigður var bíll til að komast að sjá herlegheitin þvi þetta er í pínu fjarlægð frá Boston. Ég keyrði og var að verða geðveikur á umferðinni. Það sem hefði átt að taka svona 40 mínútu tók 2-2 og hálfan tíma. Þetta olli því að við misstum af Kanye West vini mínum sem mér þótti mjög miður því mig hefur lengi langað til að sjá hann á sviði. Við náðum þó að mæta á svæðið áður en Jaggerinn og co fóru á svið. Það sem mér þótti hvað magnaðast var hvernig Jaggerinn er allan tíman á fullu, hlaupandi, dansandi og ég veit ekki hvað. Enda þarf eitthvað að gera þegar þú þarft að halda uppi stemmningu fyrir 40+ þúsund manns. Eftir tónleikana biðum við í svona næstum 2 tíma á bílastæðinu eftir að komast af því en eftir það var það nokkuð smooth sailing því ég valdi að fara sveitaveg í stað þjóðvegarins og það skilaði okkur beint heim þrátt fyrir að sumir trúði ekki að ég hefði rétt fyrir mér.

Framundan er síðan meira tónleikahald og er úr nógu að velja. Í nánustu framtíð, lesist þriðjudaginn, er ég búinn að fjárfesta í miða á Clap your hands say yeah og architecture in helsinki. Svo get ég farið á Jamie Cullum 30. sept og Massive Attack 2. okt. Svona fyrir utan tónleikahald þá er það bara skólinn sem skemmtir mér og mun halda áfram að gera.

þriðjudagur, september 19, 2006


Ég hata klink. Stór yfirlýsing en svo sönn. Á íslandi er ég næstum aldrei með seðla á mér og hvað þá 100 kalla, 50 kalla, tíkalla, fimmkalla eða krónur. En hérna er ég næstum alltaf með einhverja seðla og helling af klinki. Flest af þessu klinki er gjörsamlega ónothæft og tekur pláss og þyngir hjá manni vasana. 25 cent er eina klinkið sem gott er að hafa hitt er óþarfi. Þetta var svipað í danmörku, ég var alltaf með seðla á mér og klink og það fór í taugarnar á mér þá og það gerir það líka núna.

Það er búið að vera þvílíka bongó blíðan hérna í Boston seinustu tvo daga að það hálfa væri nóg. Hitinn er á bilinu 25-30 gráður á celsíus á daginn, sólín skín og varla ský á himni. Og ég þarf að vera inni að læra. Heima á fróni þá lét ég aldrei gott veður fram hjá mér fara og reyndi að vera sem mest ég gat úti en hérna er ég víst í þeim tilgangi að læra en það er erfitt að þurfa að horfa út um gluggann á bókasafninu og sjá sólina.

Eitt sem getur verið nett pirrandi í íbúðinni er þá daga á morgnana sem ruslabíllinn mætir á svæðið. Þvílík og önnur eins læti hef ég varla heyrt og þetta stendur vanalega yfir í svona hálftíma eða svo. Íbúðin okkar snýr að lítilli götu þar sem fólk leggur og ruslatunnur eru geymdar og það er mjög hljóðbært hérna þannig að ég er að meta hvort ég eigi að fara að sofa með eyrnatappa.


Þegar ég flutti hingað inn þá var mér úthlutað skrifborði, stól, kommóðu og skrifborði með skúffum í. Svo fyrstu dagana þá tók ég eftir að það var einhver lykt við skrifborðið mitt en hélt kannski að það væri af einhverju af draslinu sem ég hafði komið með og þakti borðið. Svo tók ég til og lyktin var ennþá og þegar ég fattaði lyktina þá fannst mér eins og skrifborðið lyktaði af Nachos. Nú hvort manneskjan sem bjó hér á undan sé mesta nachos fan ever skal ósagt látið og sérstaklega eftir að ég bar þessa kenningu mína undir fólk um helgina. Því fannst lyktin vera af bæsi eða lakki sem sett er til að verja en þetta er nachos lykt í mínum augum hehe.

Ég verð að minnast að lokum á fyrsta kvöldverðinn minn sem ég bjó til síðan ég kom hingað. Hann var eldaður í gær, sunnudag og var ekki af verri endanum. Fyrir valinu varð thaílenskur matur, nánar tiltekið kjúklingur í kókósmjólk með grænu karríi, gulrótum og hrísgrjónum og þetta var mjög gott.

Myndir sem fylgja færslu: Mynd eitt sýnir rúmfötin mín sem ég keypti í Ikea og listaverkið sem ég bjó til og dundaði mér að setja upp um helgina. Hin myndin sýnir nýjasta bolinn í safninu mínu og mér finnst hann kúl, gott lag líka.

föstudagur, september 15, 2006

Þó svo ekkert hefur verið bloggað í nokkra daga þá þýðir það ekki að ekkert hafi gerst. T.d fór ég í vikunni og ætlaði að ná mér í Liquor ID frá ríki massachusetts. Þetta tiltekna skírteini gerir mér kleift að fara út á lífið án þess að eiga það í hættu að týna passanum mínum en hann er eina löglega skírteinið sem ég hef so far og menn eru mjög strangir á skilríkjum hér. Til þess að verða mér úti um þetta skírteini þá þurfti ég að fara í einhverja federal byggingu og fá vottun á því að ég hafi ekki social security number. Eftir að hafa beðið í 30 mínútur þá fékk ég loksins vottunina. Þá þurfti ég að finna skrifstofubygginguna sem sér um að gefa svona hluti út. Hún var staðsett í Chinatown og eftir nærri því 50 mínútna bið þar þá loksins kemst ég að. Ég er með allt tilbúið og skelli þessi sigri hrósandi á borðið fyrir framan konuna þegar hún spyr mig hvort ég hafi "proof of address" einhvern reikning eða eitthvað þannig. Það hafði ég ekki og ég varð svo fúll að það er langt síðan ég hef verið svona fúll. Markmiðið er að fara aftur á morgun og þá ætla ég sko að skella pappirunum í andlitið á konuna og segja: FEIS.

Hvað annað hefur gerst? Jú ég fór á aðra tónleika og í þetta skipti var það ein af mínum uppáhaldshljómsveitum, Zero 7. José Gonzales hitaði upp nema hvað enda er hann stór hluti af nýju plötunni og svo spilaði hann í sínum lögum með Zero 7 liðum. Sia Furler sem er helsta söngkona Zero 7 var ótrúleg, bæði útaf hennar mögnuðu rödd og einnig bara sviðsframkomu. Sjaldan hef ég séð manneskju jafnánægða að vera á sviði, hoppandi og skoppandi með bros sem náði allan hringinn. Mjög góðir tónleikar hér á ferð en ég hefði samt viljað heyra meira af When it Falls.

Var að koma úr tíma í lík og töl basically og kennarinn þar er mjööög spes. Bæði í þessum tíma og þeim sem var í síðustu viku þá spurði nemandi hvort hægt væri að fá aðgang að powerpoing showinu sem hann notar. Þá fór hann að tala um að við ættum bara að spyrja hann spurninga sem tengdist námsefninu og gaf einnig í skyn að við, þau sem sitjum í tíma eigum ekki að fá aðgang að þessu, heldur sé þetta aðgengilegt fyrir fólk sem tekur þetta í fjarnámi. Einnig blaðraði hann eitthvað um að við ættum að tala við fólkið sem sæi um að streyma videóinu sem ég veit ekki hvernig tengjast því að leyfa okkur að fá glærurnar. En allaveganna bæði í þessum tíma og síðasta náði hann að svara spurningunni þannig að það tengdist ekki upphaflegu spurningunni.

Hvað er svo framundan spyrjið þið? Jahh á sunnudaginn ætla ég á Kasabian þar sem Mew hita upp og á miðvikudag frekar en þriðjudag þá er ég að fara á ellismellina í Rolling Stones en þar mun "vinur" minn Kanye West einmitt hita upp.

mánudagur, september 11, 2006

Hvernig kemst maður ókeypis á tónleika? Jú það felur í sér miða á svörtu og mann í bjarnarbúningi sem var með uppblásinn háhyrning og vildi fá vin sinn í græna fiskibúningnum til að sitja hjá sér. Þess vegna var hann tilbúinn að borga okkur það sama og við höfðum borgað okkur inn á þó svo hann vissi það ekki á þeim tímapunkti Hljómar furðulegt ég veit en er samt sannleikurinn.

Annars var farið í IKEA á laugardaginn og til þess var leigður risatrukkur sem var held ég 15 fet að lengd. Þetta tryllitæki keyrði ég og eftir að hafa lært af reynslunni að maður eigi að taka hreppstjórabeygjur þá gekk þetta eins og í sögu. Reyndar fékk ég ekki allt það sem mig langaði í og ég þurfti líka að taka ákvörðun hvort ég vildi kaupa eigulega hluti eða hluti sem duga meðan ég er hérna. Ég valdi seinni kostinn en er soldið farinn að sjá eftir að hafa ekki valið fyrri kostinn því það var ein mynd sem ég hefði mjög svo verið til í að eiga. Sú mynd er af Audrey Hepburn og er á striga og fáránlega flott verk. Ég lét þó vera að kaupa það því eftir því sem ég best veit þá má ég ekki negla neina nagla í veggina hérna. Annars þá vantar mig enn skrifborðsstól og sú leit heldur áfram.

Fyrst ég var byrjaður að tala um trukkinn þá tengist hann einu ógnvænlegasta atvikinu sem ég hef upplifað hérna. Bílaleigan þar sem við tókum bílinn er staðsett í iðnaðarhverfi og það litur ekki beint vel út. Þegar við tókum bílinn um daginn þá leist mér ekki sérlega vel á hverfið og hvað þá þegar við skiluðum honum klukkan 22 að kvöldi til og enginn að vinna. Þannig var mál með vexti að við vorum búnir að leggja bilnum og setja lyklana og samning í þartilgerðan kassa. Svo erum við að bíða eftir leigubíl þegar tveir gaurar, frekar skuggalegir labba i áttina að bílnum okkar. Annar þeirra tekur sér stöðu við hlið bílsins og bankar á hann og mér finnst eins og hann kalli á okkur. Ég sný mér við og hann opnar bílinn, þ.e. í geymsluplássið. Ég spyr hvort hann hafi verið að kalla og fæ þá eitthvað það rosalegasta lúkk sem ég hef á ævi minni fengið. Gaurinn hreytir síðan einhverjum ónotum í mig og ég forða mér og sem betur fer var leigubíllinn að koma.

laugardagur, september 09, 2006

Á morgun, laugardag, er fyrirhuguð ferð í Ikea. Þar á sko að do some serious shopping því það er margt sem vantar. Ég bjó til lista til að vera viðbúinn þessari einu ferð sem farin verður og skipti honum upp í það sem mig vantaði og það sem heimilið vantaði. Listinn fyrir það sem mig vantaði rústaði hinum listanum í lengd þannig að ég verð eflaust ansi fátækur eftir morgundaginn.
Annars þá keyptum við Vanni í dag sjónvarp. 27 tommu sony trinitron tryllitæki sem við þurftum að sækja í Cambridge en kostaði bara 100 dollara sem er gjöf en ekki gjald. Svo komum við heim og tengdum kapalinn í og þá er eitthvað vesen með kapalinn og við þurfum að bíða fram á þriðjudag eftir tæknimanni, jei great.

Annars var það frekar fyndið þegar ég var í lík og töl tíma hérna úti. Tíminn var pakkaður af fólki og það er mikið af indverjum hérna. Taka verður fram að það var mjög heitt í gær, 25-30 stiga hiti og ég svitnaði eins og elgur allan daginn. Allaveganna í tímanum sat einn indverjinn inni í dúnúlpu!!
Svo var líka spes að sjá hversu mikil kennarasleikja býr í sumu fólki. Kennarinn spurði einhverjar mjög basic spurningar og þá voru sumir, mest megnis indverjarnir, þvílíkt fljótir til að reyna að svara svona líkt og þeir væru í kapphlaupi og ætluðu sér sko að vinna. En svona er þetta, mismunandi lönd mismunandi menning.

Fyrst ég var byrjaður að tala um heimilið þá lét ég framkalla 5 myndir í dag sem ég ætla að hengja upp hérna heima í staðinn fyrir að kaupa plakat sem hvort eð er allir eiga. Þær komu bara þokkalega vel út og ég hlakka sjá hvernig þetta verður uppi á vegg.

fimmtudagur, september 07, 2006

8 dagar liðnir siðan ég kom. Fyrstu tímarnir í dag. Er enn að reyna að velja mér þriðja áfanga til að taka og fór því í tvo tíma í dag. Í öðrum var kennarinn nýr þvi upprunalegi kennarinn hafði veikst og því var þessi fenginn á síðustu stundu. Hann byrjaði mjög illa að mínu mati og vissi varla hvað hann var að gera, sem er kannski ekki skrýtið þar sem hann ákvað þetta á föstudaginn. Haldið þið að hann hafi ekki ákveðið að spyrja ALLA í bekknum afhverju við völdum þennan kúrs og hvað við vonuðumst til að fá úr honum. Einnig vildi hann vita bakgrunn okkar. Jibbíkajei. Eftir að hafa hlustað á 7 úr telecommunications verkfræði segja allir það sama að þeir hafi aldrei tekið fjármálakúrs og þeir vilji læra meira um það þá kom sem betur fer hlé. Það entist í svona 20 mínútur en þegar inn var komið þá byrjaði gaurinn ekki að kenna heldur var að lesa eitthvað sjálfur af blaði og fór síðan að spjalla við hluta af nemendum. Þetta var svona 15 mínútur inn í tímann eftir að hléi lauk þannig að ég ákvað að beila. Stóra spurningin er samt eftirfarandi:
Á ég að taka þennan kúrs í þeirri von að þetta hafi verið one off og þetta muni lagast eða á ég að taka kúrs sem er einni færri einingu en hinn kúrsinn sem þýðir að ég tek 11 í stað 12 eininga (fullt nám og fullt námslán frá lín) og þar sem kennarinn hefur eflaust kennt þetta milljón sinnum áður (supply chain management)?

Annars var þetta bara góður dagur með fínu veðri og setning dagsins hlýtur að vera:
Can I just call you O?

þriðjudagur, september 05, 2006

Fullt af nýjum myndum, check it.

sunnudagur, september 03, 2006

Í gær kom upp ákveðin aðstaða sem ég hafði verið svolítið hræddur um að myndi einhvern tíma gerast. Þannig er mál með vexti að ég fór með Persneska (ekki líbanska eins og ég hafði sagt áður) meðleigjanda mínum út að borða og að kíkja út. Við stefnum út og erum að rölta þegar hann dregur upp 1 dollar burrito coupon og hrósar þvílíku happi yfir því að vera með þetta og vera þessi líka lifesaver fyrir okkur. Ég vildi auðvita ekki "piss on his parade" þannig að við fórum og fengum okkur burrito. Svo erum við að vesenast hvað skuli gera eftir á, hvaða stað við eigum að fara á. Úr verður að hann hringir í vinkonu sína sem er að læra að verða sjóntækjafræðingur held ég og hún var á leiðinni í partý og bauð okkur að koma með. Við förum og hittum hana og förum í þetta partý í lítilli stúdíóíbúð sem var troðfull af fólki, mestmegnis stelpum sem voru að gera sig tilbúnar og svo tveimur ítölum en það er önnur saga. Víkur nú sögunni að þvi sem ég hafði haft pinu áhyggjur af. Þegar kom að því að kynna mig fyrir liðinu þá var fólk ekkert að ná því að ég heiti Óttar og ég heyrði margar og mjög mismunandi útgáfur af nafninu. Mér var alveg sama því þetta er fólk sem ég mun ekkert hitta aftur að öllum líkindum en þetta olli því að ég fór að hugsa. Á ég að halda því til streitu að kynna mig með mínu nafni og leiðrétta fólk ef út í það fer eða á ég að fara auðveldu leiðina?
Ef auðvelda leiðin er farin þá kemur upp sú spurning undir hvaða nafni ég eigi að ganga hérna úti. Þar sem ég er í nýju landi þá er auðvitað um að gera að start fresh og mér datt í hug að koma með einhverjar tilvísanir t.d. í Seinfeld. Þá datt mér í hug t.d. Kramer, Art Vandelay, Jerry eða jafnvel Larry (David). Ég auðvitað á mitt viðurnefni heima en ég er að velta því fyrir mér hvort það sé soldið fáránlegt að kynna sig sem Midfield. Auðvitað myndi ég bara nota þetta á "djamminu" þar sem það þýðir lítið að vera að halda því til streitu að láta fólk reyna að bera nafnið mitt rétt fram.
Í dag kom síðan gaur til að tengja internetið og kapalinn. Þetta var ljómandi hress og skemmtilegur gaur og við ræddum heilmikið saman. Þessi nafnavandræði komu til tals og ég sagði honum sögu mína. Hann hafði reikning fyrir framan sig sem á stóð nafnið mitt og sá þar að ég er volunDarson. Hann lagði til að ég myndi kynna mig sem Darson því það væri einhver fótboltadúddi. Þá sagði ég honum frá viðurnefni mínu að heiman og það leiddi i tal um það að ég spilaði fótbolta og svo sagði ég honum frá því hvernig ég fékk viðurnefnið.

Hvað finnst ykkur lesendur góðir að ég eigi að gera? Á ég á djamminu og í aðstöðu þar sem erfitt er að vera að halda einhverju svona til streitu að kynna mig undir einhverju viðurnefni og þá hvaða viðurnefni? Látið í ykkur heyra!

föstudagur, september 01, 2006

Ein örstutt bloggfærsla héðan frá Bustúnum.

Nú sit ég í einum af matsölum skólans og er að bíða eftir því að fara að borða en einnig kom ég hingað til að komast á netið. Netið fæ ég ekki heim til mín fyrr en á sunnudaginn en þá fæ ég reyndar líka kapalsjónvarp, þó svo við eigum ekkert sjónvarp heima. Íbúðin er rosalega tóm en um leið og eitthvað verður keypt í hana þá held ég að þetta verði mjög gott. Herbergisfélagar mínir eru mjög fínir. Annar þeirra er líbanskur kaliforníubúi og mjög amerískur eitthvað. Hinn er ítali og mjög fínn gaur. Hann hefur verið að aðstoða mig með ýmislegt tengt skólanum og svona.

Jæja ég læt þessari mjög svo samhengislausu og leiðinlegu færslu lokið og lofa að koma með eitthvað gott þegar netið er komið heim.