A site about nothing...

sunnudagur, september 03, 2006

Í gær kom upp ákveðin aðstaða sem ég hafði verið svolítið hræddur um að myndi einhvern tíma gerast. Þannig er mál með vexti að ég fór með Persneska (ekki líbanska eins og ég hafði sagt áður) meðleigjanda mínum út að borða og að kíkja út. Við stefnum út og erum að rölta þegar hann dregur upp 1 dollar burrito coupon og hrósar þvílíku happi yfir því að vera með þetta og vera þessi líka lifesaver fyrir okkur. Ég vildi auðvita ekki "piss on his parade" þannig að við fórum og fengum okkur burrito. Svo erum við að vesenast hvað skuli gera eftir á, hvaða stað við eigum að fara á. Úr verður að hann hringir í vinkonu sína sem er að læra að verða sjóntækjafræðingur held ég og hún var á leiðinni í partý og bauð okkur að koma með. Við förum og hittum hana og förum í þetta partý í lítilli stúdíóíbúð sem var troðfull af fólki, mestmegnis stelpum sem voru að gera sig tilbúnar og svo tveimur ítölum en það er önnur saga. Víkur nú sögunni að þvi sem ég hafði haft pinu áhyggjur af. Þegar kom að því að kynna mig fyrir liðinu þá var fólk ekkert að ná því að ég heiti Óttar og ég heyrði margar og mjög mismunandi útgáfur af nafninu. Mér var alveg sama því þetta er fólk sem ég mun ekkert hitta aftur að öllum líkindum en þetta olli því að ég fór að hugsa. Á ég að halda því til streitu að kynna mig með mínu nafni og leiðrétta fólk ef út í það fer eða á ég að fara auðveldu leiðina?
Ef auðvelda leiðin er farin þá kemur upp sú spurning undir hvaða nafni ég eigi að ganga hérna úti. Þar sem ég er í nýju landi þá er auðvitað um að gera að start fresh og mér datt í hug að koma með einhverjar tilvísanir t.d. í Seinfeld. Þá datt mér í hug t.d. Kramer, Art Vandelay, Jerry eða jafnvel Larry (David). Ég auðvitað á mitt viðurnefni heima en ég er að velta því fyrir mér hvort það sé soldið fáránlegt að kynna sig sem Midfield. Auðvitað myndi ég bara nota þetta á "djamminu" þar sem það þýðir lítið að vera að halda því til streitu að láta fólk reyna að bera nafnið mitt rétt fram.
Í dag kom síðan gaur til að tengja internetið og kapalinn. Þetta var ljómandi hress og skemmtilegur gaur og við ræddum heilmikið saman. Þessi nafnavandræði komu til tals og ég sagði honum sögu mína. Hann hafði reikning fyrir framan sig sem á stóð nafnið mitt og sá þar að ég er volunDarson. Hann lagði til að ég myndi kynna mig sem Darson því það væri einhver fótboltadúddi. Þá sagði ég honum frá viðurnefni mínu að heiman og það leiddi i tal um það að ég spilaði fótbolta og svo sagði ég honum frá því hvernig ég fékk viðurnefnið.

Hvað finnst ykkur lesendur góðir að ég eigi að gera? Á ég á djamminu og í aðstöðu þar sem erfitt er að vera að halda einhverju svona til streitu að kynna mig undir einhverju viðurnefni og þá hvaða viðurnefni? Látið í ykkur heyra!