A site about nothing...

fimmtudagur, september 07, 2006

8 dagar liðnir siðan ég kom. Fyrstu tímarnir í dag. Er enn að reyna að velja mér þriðja áfanga til að taka og fór því í tvo tíma í dag. Í öðrum var kennarinn nýr þvi upprunalegi kennarinn hafði veikst og því var þessi fenginn á síðustu stundu. Hann byrjaði mjög illa að mínu mati og vissi varla hvað hann var að gera, sem er kannski ekki skrýtið þar sem hann ákvað þetta á föstudaginn. Haldið þið að hann hafi ekki ákveðið að spyrja ALLA í bekknum afhverju við völdum þennan kúrs og hvað við vonuðumst til að fá úr honum. Einnig vildi hann vita bakgrunn okkar. Jibbíkajei. Eftir að hafa hlustað á 7 úr telecommunications verkfræði segja allir það sama að þeir hafi aldrei tekið fjármálakúrs og þeir vilji læra meira um það þá kom sem betur fer hlé. Það entist í svona 20 mínútur en þegar inn var komið þá byrjaði gaurinn ekki að kenna heldur var að lesa eitthvað sjálfur af blaði og fór síðan að spjalla við hluta af nemendum. Þetta var svona 15 mínútur inn í tímann eftir að hléi lauk þannig að ég ákvað að beila. Stóra spurningin er samt eftirfarandi:
Á ég að taka þennan kúrs í þeirri von að þetta hafi verið one off og þetta muni lagast eða á ég að taka kúrs sem er einni færri einingu en hinn kúrsinn sem þýðir að ég tek 11 í stað 12 eininga (fullt nám og fullt námslán frá lín) og þar sem kennarinn hefur eflaust kennt þetta milljón sinnum áður (supply chain management)?

Annars var þetta bara góður dagur með fínu veðri og setning dagsins hlýtur að vera:
Can I just call you O?