A site about nothing...

föstudagur, september 15, 2006

Þó svo ekkert hefur verið bloggað í nokkra daga þá þýðir það ekki að ekkert hafi gerst. T.d fór ég í vikunni og ætlaði að ná mér í Liquor ID frá ríki massachusetts. Þetta tiltekna skírteini gerir mér kleift að fara út á lífið án þess að eiga það í hættu að týna passanum mínum en hann er eina löglega skírteinið sem ég hef so far og menn eru mjög strangir á skilríkjum hér. Til þess að verða mér úti um þetta skírteini þá þurfti ég að fara í einhverja federal byggingu og fá vottun á því að ég hafi ekki social security number. Eftir að hafa beðið í 30 mínútur þá fékk ég loksins vottunina. Þá þurfti ég að finna skrifstofubygginguna sem sér um að gefa svona hluti út. Hún var staðsett í Chinatown og eftir nærri því 50 mínútna bið þar þá loksins kemst ég að. Ég er með allt tilbúið og skelli þessi sigri hrósandi á borðið fyrir framan konuna þegar hún spyr mig hvort ég hafi "proof of address" einhvern reikning eða eitthvað þannig. Það hafði ég ekki og ég varð svo fúll að það er langt síðan ég hef verið svona fúll. Markmiðið er að fara aftur á morgun og þá ætla ég sko að skella pappirunum í andlitið á konuna og segja: FEIS.

Hvað annað hefur gerst? Jú ég fór á aðra tónleika og í þetta skipti var það ein af mínum uppáhaldshljómsveitum, Zero 7. José Gonzales hitaði upp nema hvað enda er hann stór hluti af nýju plötunni og svo spilaði hann í sínum lögum með Zero 7 liðum. Sia Furler sem er helsta söngkona Zero 7 var ótrúleg, bæði útaf hennar mögnuðu rödd og einnig bara sviðsframkomu. Sjaldan hef ég séð manneskju jafnánægða að vera á sviði, hoppandi og skoppandi með bros sem náði allan hringinn. Mjög góðir tónleikar hér á ferð en ég hefði samt viljað heyra meira af When it Falls.

Var að koma úr tíma í lík og töl basically og kennarinn þar er mjööög spes. Bæði í þessum tíma og þeim sem var í síðustu viku þá spurði nemandi hvort hægt væri að fá aðgang að powerpoing showinu sem hann notar. Þá fór hann að tala um að við ættum bara að spyrja hann spurninga sem tengdist námsefninu og gaf einnig í skyn að við, þau sem sitjum í tíma eigum ekki að fá aðgang að þessu, heldur sé þetta aðgengilegt fyrir fólk sem tekur þetta í fjarnámi. Einnig blaðraði hann eitthvað um að við ættum að tala við fólkið sem sæi um að streyma videóinu sem ég veit ekki hvernig tengjast því að leyfa okkur að fá glærurnar. En allaveganna bæði í þessum tíma og síðasta náði hann að svara spurningunni þannig að það tengdist ekki upphaflegu spurningunni.

Hvað er svo framundan spyrjið þið? Jahh á sunnudaginn ætla ég á Kasabian þar sem Mew hita upp og á miðvikudag frekar en þriðjudag þá er ég að fara á ellismellina í Rolling Stones en þar mun "vinur" minn Kanye West einmitt hita upp.