Ég hata klink. Stór yfirlýsing en svo sönn. Á íslandi er ég næstum aldrei með seðla á mér og hvað þá 100 kalla, 50 kalla, tíkalla, fimmkalla eða krónur. En hérna er ég næstum alltaf með einhverja seðla og helling af klinki. Flest af þessu klinki er gjörsamlega ónothæft og tekur pláss og þyngir hjá manni vasana. 25 cent er eina klinkið sem gott er að hafa hitt er óþarfi. Þetta var svipað í danmörku, ég var alltaf með seðla á mér og klink og það fór í taugarnar á mér þá og það gerir það líka núna.
Það er búið að vera þvílíka bongó blíðan hérna í Boston seinustu tvo daga að það hálfa væri nóg. Hitinn er á bilinu 25-30 gráður á celsíus á daginn, sólín skín og varla ský á himni. Og ég þarf að vera inni að læra. Heima á fróni þá lét ég aldrei gott veður fram hjá mér fara og reyndi að vera sem mest ég gat úti en hérna er ég víst í þeim tilgangi að læra en það er erfitt að þurfa að horfa út um gluggann á bókasafninu og sjá sólina.
Eitt sem getur verið nett pirrandi í íbúðinni er þá daga á morgnana sem ruslabíllinn mætir á svæðið. Þvílík og önnur eins læti hef ég varla heyrt og þetta stendur vanalega yfir í svona hálftíma eða svo. Íbúðin okkar snýr að lítilli götu þar sem fólk leggur og ruslatunnur eru geymdar og það er mjög hljóðbært hérna þannig að ég er að meta hvort ég eigi að fara að sofa með eyrnatappa.
Þegar ég flutti hingað inn þá var mér úthlutað skrifborði, stól, kommóðu og skrifborði með skúffum í. Svo fyrstu dagana þá tók ég eftir að það var einhver lykt við skrifborðið mitt en hélt kannski að það væri af einhverju af draslinu sem ég hafði komið með og þakti borðið. Svo tók ég til og lyktin var ennþá og þegar ég fattaði lyktina þá fannst mér eins og skrifborðið lyktaði af Nachos. Nú hvort manneskjan sem bjó hér á undan sé mesta nachos fan ever skal ósagt látið og sérstaklega eftir að ég bar þessa kenningu mína undir fólk um helgina. Því fannst lyktin vera af bæsi eða lakki sem sett er til að verja en þetta er nachos lykt í mínum augum hehe.
Ég verð að minnast að lokum á fyrsta kvöldverðinn minn sem ég bjó til síðan ég kom hingað. Hann var eldaður í gær, sunnudag og var ekki af verri endanum. Fyrir valinu varð thaílenskur matur, nánar tiltekið kjúklingur í kókósmjólk með grænu karríi, gulrótum og hrísgrjónum og þetta var mjög gott.
Myndir sem fylgja færslu: Mynd eitt sýnir rúmfötin mín sem ég keypti í Ikea og listaverkið sem ég bjó til og dundaði mér að setja upp um helgina. Hin myndin sýnir nýjasta bolinn í safninu mínu og mér finnst hann kúl, gott lag líka.