A site about nothing...

laugardagur, september 09, 2006

Á morgun, laugardag, er fyrirhuguð ferð í Ikea. Þar á sko að do some serious shopping því það er margt sem vantar. Ég bjó til lista til að vera viðbúinn þessari einu ferð sem farin verður og skipti honum upp í það sem mig vantaði og það sem heimilið vantaði. Listinn fyrir það sem mig vantaði rústaði hinum listanum í lengd þannig að ég verð eflaust ansi fátækur eftir morgundaginn.
Annars þá keyptum við Vanni í dag sjónvarp. 27 tommu sony trinitron tryllitæki sem við þurftum að sækja í Cambridge en kostaði bara 100 dollara sem er gjöf en ekki gjald. Svo komum við heim og tengdum kapalinn í og þá er eitthvað vesen með kapalinn og við þurfum að bíða fram á þriðjudag eftir tæknimanni, jei great.

Annars var það frekar fyndið þegar ég var í lík og töl tíma hérna úti. Tíminn var pakkaður af fólki og það er mikið af indverjum hérna. Taka verður fram að það var mjög heitt í gær, 25-30 stiga hiti og ég svitnaði eins og elgur allan daginn. Allaveganna í tímanum sat einn indverjinn inni í dúnúlpu!!
Svo var líka spes að sjá hversu mikil kennarasleikja býr í sumu fólki. Kennarinn spurði einhverjar mjög basic spurningar og þá voru sumir, mest megnis indverjarnir, þvílíkt fljótir til að reyna að svara svona líkt og þeir væru í kapphlaupi og ætluðu sér sko að vinna. En svona er þetta, mismunandi lönd mismunandi menning.

Fyrst ég var byrjaður að tala um heimilið þá lét ég framkalla 5 myndir í dag sem ég ætla að hengja upp hérna heima í staðinn fyrir að kaupa plakat sem hvort eð er allir eiga. Þær komu bara þokkalega vel út og ég hlakka sjá hvernig þetta verður uppi á vegg.