A site about nothing...

sunnudagur, júlí 09, 2006

Getur einhver útskýrt það fyrir mér hvernig í fjáranum skattar fyrir flug eru svona miklu hærri ef maður flýgur frá íslandi til usa og baka en ef maður flýgur frá usa til íslands og tilbaka? Við erum að tala um að skattar fyrir ísland usa sé slefandi upp í 15 þúsund kallinn meðan usa ísland er 80 dollarar sem miðað við gengi í dag eru í kringum 6000 krónur!! Þetta er náttúrulega fáránlegt og enn eitt dæmið um það hvernig icelandair taka íslendinga í rassgatið og hafa alltaf gert.

Annars var mikið að gera um þessa helgi. Á föstudaginn var vinnupartý þar sem við í AML teyminu hittumst og skemmtum okkur og var það bara mjög gaman. Svo í gær þá hittust við nokkur sem fylgdumst að í verkfræðináminu heima hjá Þórhildi þar sem var grillað og átti að horfa á leikinn en þá var leikurinn um þriðja sætið ekki í opinni dagskrá. Þetta endaði svo með bæjarför þar sem farið var tiltölulega snemma heim. Svo er það bara úrslitaleikurinn síðar í dag og tel ég að Frakkarnir taki þetta en held samt eiginlega með Ítalíu, dunno why.