A site about nothing...

miðvikudagur, júlí 05, 2006

Það er sjaldan lognmolla í kringum Ástu Siggu og núna er eflaust fáránlega mikil molla enda stelpan stödd í Tælandi þar sem hún vinnur í sumar. Í tilefni af því ákvað hún að byrja að blogga og bætti ég henni við tengslalistann hér til hliðar. Kíkið endilega á það.

Mér fannst seinni undanúrslitaleikurinn bara frekar bragðdaufur. Einnig fannst mér eins og Portúgal hefði ekki trú á að þeir gætu skorað. Eina ógnin var í Ronaldo en þegar Frakkarnir þrímönnuðu hann þá gátu þeir gert hann soldið neutral. Deco sást ekki en Zizou átti mjög góðan leik. Vinni Frakkarnir þá verður hann pottþétt valinn besti maður keppninnar.

Jæja, sól farðu að skína. Þetta er ekki lengur fyndið.