A site about nothing...

mánudagur, júlí 10, 2006

Ég er að vinna í því núna að fá að mæta 29. ágúst til Boston. Málið er að ég VERÐ víst að vera í Boston þann daginn til að mæta á eitthvað international drasl en þau flug sem bjóðast til Boston dagana á undan eru svo miklu ódýrari að ég er eiginlega að vonast til að sleppa við að vera mættur þennan dag. Svo er ódýrasta flugið sem býðst einmitt þennan dag og því hagkvæmt fyrir mig fái ég að sleppa, slepp við að gista á hosteli eða hóteli ef út í það er farið.

Annars er nóg sem maður þarf að pæla í fyrir þessa ferð. Eitt sem ég hef lítið leitt hugann að eru tryggingar. Maður verður víst að eyða einhverjum krónum í það enda fæst ekkert ókeypis í USA, ólíkt Danmörku þar sem heilsugæsla er ókeypis fyrir norðurlandabúa að því er ég best veit. Svo þarf ég líklega að fara í einhverja sprautu og ætti eiginlega að fara að grafa það upp hvaða sprautur það eru. Er eflaust búinn að fá eitthvað af þessu þar sem ég fór til Dóminiska í fyrra en sleppti samt lifrabólgu B sprautunni því ég hefði ekki getað klárað kúrinn áður en ég fór út. Spurning hvort ég nái að klára kúrinn núna? Annars ef einhver USA fari les þetta þá má hann endilega fræða mig um hvaða sprautur eru skyldusprautur.

Er í þessum rituðu orðum að taka fyrsta rennsli á nýju Muse plötunni. Hljómar ágætlega hingað til. Speisaða rokkið er enn til staðar. Kemur pottþétt dómur um hana þegar Rjóminn kemur úr sumarfríi í ágúst.