A site about nothing...

sunnudagur, júlí 23, 2006

Talib Kweli - Broken Glass

Ég hata ekki að finna ný góð lög sem hægt er að hlusta á, komast í fíling og jafnvel taka eitt eða tvö spor. Lagið sem er hérna feitletrað fyrir ofan er það nýjasta í þeim flokki. Pharell kemur nálægt þessu og hann kann að búa til lögin kappinn, nema lagið með honum og Gwen Stefani (það er frekar lélegt). Heyrði það í topshop í dag, spurði afgreiðsludúddann hvaða lag þetta væri og hann vissi það ekki. Heyrði hluta af textanum og þökk sé gúgle þá fann ég lagið, hallelújah.

Ég er hreinlega ekki frá því að The Truman Show sé í topp 5 hjá mér yfir bestu myndir allra tíma. Þessi mynd hefur allt; góða sögu, frábæra leikara, frábæra tónlist, spennu, drama og húmor. Myndin er síðan bara um einn og hálfur að lengd og það er ekki algengt í dag að myndir séu undir því. Jim Carrey er síðan fáránlega góður í henni og sýnir svo ekki verði um villst að hann er meira en gúmmífés. Flottasta setning myndarinnar er án vafa, "Cue the sun".

Tjekkið á þessu lagi hér. Ekki fyrir alla en ég er að fíla það.
p.s. lagið byrjar þegar þið farið inn á síðuna.