A site about nothing...

fimmtudagur, júlí 20, 2006

Angie Stone - Wish I Didn't Miss You

Í vinnunni þessa viku hef ég verið að hlusta á þætti gerða af BBC útvarpinu eftir skáldsögu Douglas Adams, Hitchhiker's Guide to the Galaxy. Þessi bók er náttúrulega snilld og mjög gaman að heyra hana leikna í svona útvarpsleikriti. Það sem kemur mér kannski hvað mest á óvart er að Arthur Dent virkar of vanur. Þ.e. rödd leikarans sem talar fyrir hann er þannig að manni finnst hann vera ótrúlega vanur. Ég hef alltaf haldið að Arthur Dent væri taugaveiklaður en ekki hjá BBC.

Ég er farinn að hafa pínu áhyggjur. Mig er farið að dreyma fáránlega súra drauma á næturna og t.d. bara núna síðustu nótt dreymdi mig tvo gallsúra drauma.
Í öðrum þeirra var ég að spila póker við tvær stelpur. Allt í einu var komið fullt af spilum í borðið, ég með fullt í hendi og stelpurnar orðnar að 2 gömlum mönnum þar sem annar af þeim var Jack Lemmon.
Í hinum drauminum var ég að fara til útlanda (eitthvað sem mig dreymir mjög oft). Svo einhverja hluta vegna fór ég í aðra flugvél, ætlaði að ná í eitthvað held ég. Ég segi flugstjóranum að ég þurfi að ná í eitthvað þarna og að hann megi ekki fara af stað en hann hunsar það. Vélin gefur í og er kominn á pínu hraða á flugbrautinni en svo tekur flugstjórinn í handbremsuna og vélin slædar til hliðar, klessir á eitthvað og glerbrot flýgur yfir mig. Draumurinn endar síðan þannig að ég er að týna glerbrot úr munninum á mér, svona spýti þeim því munnurinn var fullur af þeim.