A site about nothing...

þriðjudagur, júlí 04, 2006

Beyoncé feat. Jay-Z - Deja Vu

Það er nú ekki oft sem sama lagið er í header en ég hlusta á þetta lag minnst þrisvar í röð á hverju kvöldi, ég er að fíla þetta.

HM í fótbolta er senn að enda komið og búið að vera mikil hátíð. Besta 0-0 jafntefli sem átt hefur sér stað í fótbolta var líklega bara í kvöld. Frábær knattspyrnuleikur sem samt var þrátefli þangað til í blálokin á framlengingunni. Vissi eiginlega ekki með hverjum ég átti að halda þar sem ég hef aldrei verið sérlega hrifin af öðru hvoru liðinu en þau hafa komið á óvart á þessu móti. Sá í kvöld hversu frábær varnamaður Cannavaro er og hann er einungis 4 cm hærri en ég og eflaust bara einn besti skallamaður sem ég veit um. Fyrir um ári síðan hefði ég sagt hann vera jafn háan og ég er en ég hef nú bloggað um daginn þar sem ég missti fjóra cm og því hefur hann 4 cm á mig. Svona er lífið og þýðir ekki að gráta Björn bónda.
Leikurinn á morgun er síðan ansi athyglisverður og er ég mjög tvístígandi yfir spá minni hver vinni. Þar sem ég held soldið með Ronaldo þá vil ég svolítið fá Portúgalina áfram en ég held að það verði ansi erfitt hjá þeim enda Frakkar með frábært lið. Hafa sýnt getu sína í seinustu leikjum og er alls ekki hægt að afskrifa.

Fór í Hreysti í dag til að tjekka hvað væri til. Lét sölumanninn sannfæra mig um að kaupa mér 1,5kg af dufti sem inniheldur m.a. glútamín, prótín, kolvetni og amínósýrur sem ég á að taka á hverjum degi, helst eftir æfingu. Þetta er í fyrsta skipti sem ég kaupi eitthvað svona og það verður forvitnilegt að sjá hver áhrifin verða, ef einhver. Hef hingað til bara keypt einhverjar brennslutöflur en þetta er meira miðað við lyftingarnar. En annars er stefnan í júlí að hafa engar afsakanir, æfa 5 sinnum í viku og gera hlutina rétt, þar með talið mataræðið. Mataræðið hefur alltaf verið sá hluti af þessu sem ég hef átt í hvað mestum erfiðleikum með enda svo mikill gourmet maður eins og Tumi getur vottað.