Seinasta Vísó haustmisseris var í gær og var farið í fyrirtæki sem ég átti einu sinni hlutabréf í, Eimskip. Eimskipsmenn tóku mjög vel á móti okkur og svo heppilega vildi til fyrir mig og fleiri iðnaðarkrakka að framkvæmdarstjóri logisticssviðsins hélt fyrirlesturinn. Logistic er eitthvað sem ég hef mikinn áhuga á og væri til í að vinna við í framtíðinni. Ég og Hidda vorum búin að ákveða að ná tali af framkvæmdarstjóranum eftir fyrirlesturinn sem við og gerðum. Áttum við þar fræðandi spjall við hann og komumst að því að hann masteraði í Seattle í burðarþolsfræði og jarðskjálftaeitthvað í byggingarfræðinni. Einnig komumst við að því að það er enginn á logistics sviðinu sem er sérmenntaður í því. Svo vorum við Hidda með litla samvinnu meðan við ræddum við hann. Ég kom með spurningu um hversu margir ynnu á Logisticshluta Eimskips og svo kom Hidda með spurninguna sem við vildum bæði vita, hvort þeir réðu einhverja, sem hefðu jafnvel áhuga á að mastera í þessu, svona fengu smjörþefinn af því hvernig er að vinna við þetta. Þetta var svona eins og einn tveir flétta í boxi hjá mér og Hiddu.
Að lokum langar mig til að spyrja og vonast eftir góðri þátttöku í kommentakerfinu: Hvað er lélegasta íslenska jólalag allra tíma? Sjálfur ætla ég að tilnefna, ef ég nenni og svona eru jólin. Bæði mjög niðurdrepandi lög sem koma mér alls ekki í jólaskap.