A site about nothing...

sunnudagur, september 28, 2003

Larry David sem var svona ein aðalspíran á bakvið Seinfeld þættina, skrifaði þá með Seinfeld og jafnvel framleiddi er með þætti sem heita Curb your enthusiasm. Þetta eru ömurlegustu þættir sem ég hef séð í langan tíma. Það er bókstaflega ekkert fyndið við þetta og þetta er ótrúlega illa leikið. Upptakan á þættinum, þ.e. yfirbragðið er eins og einhver sé bara með heimilisvélina sína og taki upp og það fer ótrúlega í taugarnar á mér. Þetta er ömurlegur þáttur, mæli engann veginn með honum.

Fórum í golf í dag, ég, Fjalarr, Káki og Sigurjón. Veðrið var eins og best verður á kosið og Káki og Sigurjón náðu brjáluðum draumaskotum. Sigurjón á fyrstu brautinni þegar hann chippaði inn á green og boltinn oní og Káki á síðustu holunni þegar hann chippaði líka rétt fyrir utan green á greenið og oní. Það sem gerði höggið hans Káka ennþá betra var að hann og Fjalarr voru mjög jafnir og þetta tryggði Káka sigur með einu höggi. Ég bætti mig um ein 9 högg sjálfur þannig að þetta var fínn hringur. Stefnan er svo tekin á að fara í golf á þriðjudaginn eftir prófið í efnisfræði.

laugardagur, september 27, 2003

Snilld
Ég, Fjalarr, Káki, Gunni B og Sigurjón endurtókum leikinn frá því síðustu árshátíðar okkar í MR þar sem við elduðum fyrir allan bekkinn. Þá voru restin af strákunum með líka en ekki í gær. Við ákváðum að elda nautalundir sem við gerðum líka þá og með því var rjómapiparostasveppasósa sem Gbus bjó til og var einkar ljúffeng, kartöflur sem við skárum í skífur, böðuðum upp úr olía og settum salt, pipar og rósmarin á og inn í ofn og mjög gott salat. Svo var Sigurjón búinn að dekka borðið og við hlustuðum á klassíska tónlist meðan við borðuðum. Okkur öllum finnst kók betra með mat en rauðvín þannig að við keyptum 10 kók í gleri sem við höfðum við hliðina á matarborðinu í kæliboxi sem var fyllt með klökum og því kókið ískalt. Þetta var allt saman einkar ljúffengt og ég set jafnvel einhverjar myndir af þessu hérna inn einhvern tíma. Svo eftir matinn horfðum við á Idol og það sem mér fannst fyndnast var að ég, Gunni, Káki og Sigurjón sem erum af höfuðborgarsvæðinu þekktum nánast ekki neinn á meðan Fjalarr þekkti þvílíkt marga. Einhverja dreifara frá Höfn og Stykkishólmi.
Þetta var semsagt mjög fínn dagur í gær. Við skelltum okkur aðeins í golf líka, annað skiptið á ævi minni, en veðrið var ekki sérlega gott, sérstaklega kalt þannig að við hættum eftir einhverjar 4 holur. Ég náði í fyrsta skipti að drive-a almennilega og átti nokkur fín högg. Maður þarf bara að halda áfram og stefnan er tekin ef veðrið verður gott á næstu dögum að fara í golf.

fimmtudagur, september 25, 2003

Þegar veðrið er svona gott á maður að nýta það og hanga ekki inni á bókasafni að gera einhver skiladæmi. Í það minnsta var það attitudið í dag hjá okkur strákunum og fóru mjög margir í golf. Ég fór í fyrsta skipti í golf í dag og var með Káka, Fjalari og Gunna. Við laumuðum okkur á korpúlfsstaðavöllinn og tókum einn hring. Eins og við var að búast var ég ömurlegur en átti nokkur góð högg inn á milli. Þetta var ágætt en það verður eflaust langt þangað til að maður kemst aftur í golf, haustið og veturinn nálgast óðfluga eins og maður fékk að kynnast í vikunni.

Fyrsti þátturinn af besta raunveruleikasjónvarpsþættinum samkvæmt Emmy´s verðlaunaafhendingunni (tvö mjög löng orð í þessari línu), byrjaði í vikunni. Fyrsti þátturinn gefur góð fyrirheit fyrir afganginn enda eru þetta magnaðir þættir. Þegar það er verið að segja hvaða lið er verið að sýna frá koma nöfnin á manneskjunum og svo tengslin á milli þeirra eða eitthvað, t.d. voru þarna bestu vinir, faðir og sonur, samkynhneigðir karlar sem voru giftir. Einnig var þarna fólk sem hafði verið saman í 12 ár. Hjá þeim stóð, XXX and YYY, dating for 12 years- Virgins. Já mjög gott að taka það fram í sjónvarpinu og að þið verðið þekkt fyrir þetta. Nema kanski að það sé takmarkið ég veit ekki en mér fannst þetta fáránlegt að auðkenna þau á þessu. En svo fór ég aðeins að pæla. Nú hefur þetta fólk verið að deita í 12 ár, sem er ótrúlega langur tími til að vera að deita akkru geta þau ekki bara byrjað saman hah!, og þau eru ennþá ekki búin að sofa saman. Það þarf eflaust temmilegan viljastyrk til að vera saman í 12 ár og ekki vera búin að sofa saman. Ég spyr, er gaurinn ekki mennskur? Hefur ekki verið sýnt fram á að karlmenn hugsi um kynlíf á 6 mínútna fresti eða skemur? Ætli hann sé alltaf í köldum sturtum? Þetta eru bara svona pælingar sem ég hafði út frá þessu. Takk fyrir og góða nótt

sunnudagur, september 21, 2003

Var að horfa á endursýninguna á The Bachelor áðan, sá það sem ég missti af síðast. Þar var verið að kynna hvernig þeir hefðu valið gaurinn sem yrði "The Bachelor" og valið stóð að lokum milli 5 manna og maður vissi ekki hver það var. Einn af þessum var svartur gaur. Svo kom eitthvað svona, á eftir sjáum við hver var valin og þá sést límmó mæta á svæðið og maður sér í höndina á þeim aðila sem er the bachelor. En fyrst ætla þeir að kynna þá sem urðu ekki fyrir valinu. Well höndin var hvít svo maður gat strax útilokað "the brother" og þá sá ég fyrir mér svona hóp af brothas vera að horfa á þáttinn úti og sjá þetta og þá hefðu þeir kanski sagt:
"Niggah got screwed"
Mér fannst þetta fyndið en ef ykkur finnst þetta ekki fyndið þá vil ég taka það fram að klukkan er 12 á miðnætti og ég þreyttur og því húmorinn kanski að missa marks :).

Djöfull er maður duglegur á laugardagskveldi. Búinn með næsta tölvunarfræðiverkefni og það með stæl. Spurning hvort maður skili því inn á morgun.

laugardagur, september 20, 2003

Ég er búinn að fá fyrstu jólagjöf þessa árs. Þannig er mál með vexti að útvarpið mitt tók upp á því að eyðileggjast, stælar í því. Virkar það þannig að einungis ein stöð heyrist ég get ekki valið aðra og ekki er hægt að hækka né lækka. Blessunarlega var ég svo heppin að stöðin sem útvarpið festist á var Skonrokk sem er allveg áhlustanleg en ekki t.d. Kristilega útvarsstöðin Lindin eða eitthvað þessháttar. Í vikunni fór ég í leiðangur í leit að útvörpum og maður sá varla útvarp undir 20þúsundkallinum í búðum eins og BT og Expert sem gera sig út fyrir að vera lággjaldaverslanir. Vitandi það að mamma væri að koma heim frá DK þá tjekkaði ég á fríhöfninni og þar var til útvarp með geislaspilara frá Aiwa á 13þúsund og lét ég hana taka það og svo í dag ætla ég að reyna að skella því í. Þannig að farþegar í bílnum mínum mega núna búast við því að geta hlustað á fleiri stöðvar og jafnvel einn og einn geisladisk.

Síðan Fjalli fékk fartölvuna sína þá held ég að það eina sem hann hafi gert er að downloada bíómyndum og tónlist. Hann notar DC++ mikið enda getur maður fundið heilu diskana þar. Ég hef nýtt mér þetta og náð í diska sem ég átti einu sinni en var stolið. Þar má nefna Trans Am Futureworld diskinn sem er mjög góður, Psyence Fiction með UNKLE, nýja maus diskinn, nýja mínusdiskinn og eitthvað fleira. Ég held að mikið af þessu liði sem er með fartölvur í skólanum sé alltaf að ná í eitthvað á netinu, enda tengingin rosalega góð og held ég ókeypis að downloada, spurning hvort það sé sniðugt að eyða alltaf tíma í þetta?

Var að enda að tala við Don Tommasino sem var mjög hress. Sól og blíða í Danmörku og kallinn á leiðinni í bæinn. Væri ekki amalegt að vera þarna, fara á Ströget eða á Kongsens Nytorv og njóta lífsins. Kanski í framtíðinni?

fimmtudagur, september 18, 2003

Við vorum á bókhlöðunni áðan og þar stóð að Bachelor 2 yrði klukkan 10 og við eitthvað , hvað er verið að endursýna þetta. Svo núna þegar ég kem heim þá kemst ég að því að þetta er nýjasta serían og við strákarnir ekki að horfa á þetta saman, skandall. Svei textavarpinu fyrir að ljúga að okkur.

Aflfræði stefnir í eitthvað rosalegt. 5 yrði brjálað góð einkunn vill ég meina á þessu stigi málsins enda er þetta illskiljanlegt fag.

sunnudagur, september 14, 2003

Chill með stóri séi
Ekki mikið lært um þessa helgi þó svo það hafi verið takmarkið. Byrjaði öflugur í gær en eftir að hafa horft á mjög leiðinlegan leik Manchester og Charlton datt ég úr stuði og fór í staðinn í Kringluna þar sem ég keypti mér 9000 kr skyrtu og 5000kr silkibindi, reyndar með 80% afslætti. Fór svo á Style-inn með bróður mínum og frænku okkar og svo í bíó og lágmenningarmyndina Löru Croft sem var svona mindless fun eins og búast mátti við. Leit svo aðeins á kaffi Victor einn til að kíkja á eitthvað Hans Petersen dæmi og var þar í einhverja 2 tíma eða svo.
Ætlaði að vera mjög duglegur í dag, rættist ekki úr því og svona núna eftir á að hyggja þá var ágætt að taka pínu chill. Í stað þess að læra ákvað ég að horfa á Fellowship of the Ring, extended version sem er þriggja tíma pakki eða svo og myndin var mögnuð. Maður gat greint hvar hafði verið bætt inn í og mér finnst ég fá meiri innsýn í þetta alltsaman eftir að hafa séð þennan auka hálftíma. Nú er bara að bíða eftir extended version af The Two Towers, en ég á bara venjulegu útgáfuna af þeirri mynd. Núna eftir nokkrar mínutur byrjar svo næststeinasti þátturinn af Taken og verður það fjör.

miðvikudagur, september 10, 2003

Undanriðlar fótboltamóts háskólans var í dag og reyndar er það líka á morgun en okkar riðill var í dag. Samkvæmt upphaflegu plani áttum við að spila klukkan 15:30 en eins og vanalega er þá breyttist það og frestaðist um ágætis tíma. Einnig styttust leikirnir og fleiri lið voru í riðlinum okkar. Fyrir síðasta leikinn höfðum við þetta í hendi okkar þannig séð. Við þurftum að vinna leikinn en andstæðingurinn er lið sem við hefðum að öllu jöfnu átt að vinna. Við vorum búnir að leggja sterkasta liðið í riðlinum þar sem ég tók brjálað dissrespect á einn gaurinn. Þannig var mál með vexti að við vorum að sækja og það var barátta hjá mér og öðrum gaur um boltann. Við lágum báðir eftir baráttuna og okkar lið hafði misst boltann. Þannig að ég gerði mér lítið fyrir og tók svona nett froskahopp yfir gaurinn og ýtti honum niður um leið, svona að sýna honum hver ræður. Þetta var eflaust besti leikurinn okkar í riðlinum. En já aftur að síðasta leiknum þá komumst við yfir og allt virtist vera í hendi okkar þegar við gerðumst sekir um mistök og hitt liðið jafnaði. Það komst síðan yfir og þrátt fyrir mikla sókn af okkar hálfu náðum við bara að setja eitt á liðið og niðurstaðan var jafntefli. Þetta var mjög svekkjandi en svona er víst boltinn maður veit aldrei hvað gerist.

Djöfull stefnir aflfræðin í að vera killerfagið þessa önn. Þetta er með öllu óskiljanlegt og að lesa kennslubókina er álíka skemmtilegt og ef einhver myndi láta vatn dropa á beran sköflunginn alltaf á sama stað sem er þekkt pyntingaraðferð. Spurning hvort þetta verði fallfagið?

Ég talaði um í síðustu færslu að það þyrfti svona söngva til að syngja á landsleikjum. Eftir að hafa pælt aðeins meira í þessu þá datt mér í hug. Afhverju ekki að nota MR-söngva eins og Áfram MR, áfram nú og jafnvel fyrst kemur MR og skipta á MR og setja Ísland í staðinn. Það yrði ansi flott að heyra einhverja 5-6000 manns syngja Áfram Ísland, áfram nú. Svo mætti nottla bæta í þetta safn og nota til þess þekkt lög sem hvert íslenskt mannsbarn þekkir. Þessi stuðningsmannalög sem samin hafa verið eru flest mjög léleg og enginn kann þau.

HAHA hí á KR. Þegar ég var að horfa á Skotland Þýskaland á Felix tjáði Gunni B mér að KR væri 2-0 yfir. Taldi ég að þar með væri þetta búið. Svo þegar ég kem heim þá heyri ég í útvarpinu að leikurinn er ennþá í gangi og skipti því yfir á stöð 1. Sé ég þá ekki bara að FH var að vinna 3-2, en þannig endaði leikurinn einmitt. Áfram FH segi ég nú bara.

laugardagur, september 06, 2003

Þvílíkur leikur. Þvílík frammistaða. Þvílíkt svekkelsi!!
Þetta var hreint út sagt magnaður leikur. Ég fór með Sjonna og Gbus á Felix þar sem var mikið af fólki fyrir og stemmningin var þvílíkt góð. Íslenska liðið stóð sig feykilega vel og var mikið klappað þegar þeir gerðu eitthvað gott. Ég var virkilega sáttur við Heiðar Helguson því annað eins baráttuþrek sér maður ekki á íslendingunum, nema þá kanski hjá Hermanni. Heiðar sýndi þeim enga virðingu sem hann sýndi best með því að taka mínútu eye contact við Kahn alveg upp við hann. Fyrir leikinn hefði maður ekki verið neitt svekktur með þessi úrslit en eins og leikurinn spilaðist þá voru Þjóðverjar bara heppnir að tapa ekki. Árni Gautur þurfti einu sinni að taka á því þegar hann varði skallann frá Ballack en annars var lítil hætta. Ef ég væri blaðamaður og hefði fengið að taka viðtal við Völler eða einhvern úr þýska liðinu þá hefði ég sagt þeim að þeir voru heppnir að tapa ekki, nudda aðeins salti í sárin. Nú stefnir í hreinan úrslitaleik í Hamburg í október sem við verðum að sýna annan eins leik, en vissulega án þessa stuðnings sem var á vellinum í dag.
Fyrir leikinn í dag var verið að hita upp fyrir hann í útvarpinu á Rás Tvö og voru meðal annars spiluð einhver stuðningsmannalög íslenska landsliðsins og svona. Þessi lög eru flest öll ömurleg og ekkert gaman að syngja þau. Það þyrfti að finna einhver klassísk lög eins og stál og hníf eða eitthvað, breyta textanum og svo tækju áhorfendur á laugardalsvelli allir saman lagið, þá myndi myndast svona stemmning eins og er oft á erlendum leikjum. Gera eitthvað svipað og er oft á Gettu Betur keppnum eða Morfís keppnum hjá MR og þessháttar. Þetta íslands klapp klapp klapp er frekar slappt því það endist vanalega svo stutt. Hitt yrði miklu meiri stemmning. Svo þarf auðvitað að stækka völlinn svo að fólk geti nú fylkt liði og stutt okkar lið.

Kvöldinu áður en ég fór í sumarpróf í Burðarþoli var ég að velta því fyrir mér hvort þetta hefði verið sniðugt move hjá mér. Mér fannst ég ekki nógu undirbúin og svona en það var víst lítið við því að gera þarna því útskráningarfrestur liðinn. Núna er ég búinn að fá úr prófinu og er bara mjög sáttur. Takmark mitt sem var að hækka mig stóðst og hækkaði ég um heila 3, fékk 8, sem á eftir að hafa góð áhrif á meðaleinkunnina.

Völundarsvimi var það ekki heillin. Eftir meira en viku af óþægindum í hausnum og svo seinna á svæðinu í kringum augum fór ég til læknis. Hann gerði allskonar tjekk á mér, athuga stöðugleika og eitthvað þessháttar, mældi blóðþrýsting og svona. Völundarsvimi var útilokaður en vöðvabólga er líklegur orsakavaldur þessara óþæginda. Svo vinnur vöðvabólgan með augnskekkjunni og það olli óþægindum í kringum augun. Sem þýðir að ég þarf líklega að ganga með gleraugun allan daginn en ekki bara þegar ég er að lesa eins og ég hélt fyrst. Þannig að ég er byrjaður á því að vera með þau allan daginn og augun eru orðin betri en vöðvabólgan verður eitthvað sem tekur tíma að ráða niðurlögum.