A site about nothing...

laugardagur, september 27, 2003

Snilld
Ég, Fjalarr, Káki, Gunni B og Sigurjón endurtókum leikinn frá því síðustu árshátíðar okkar í MR þar sem við elduðum fyrir allan bekkinn. Þá voru restin af strákunum með líka en ekki í gær. Við ákváðum að elda nautalundir sem við gerðum líka þá og með því var rjómapiparostasveppasósa sem Gbus bjó til og var einkar ljúffeng, kartöflur sem við skárum í skífur, böðuðum upp úr olía og settum salt, pipar og rósmarin á og inn í ofn og mjög gott salat. Svo var Sigurjón búinn að dekka borðið og við hlustuðum á klassíska tónlist meðan við borðuðum. Okkur öllum finnst kók betra með mat en rauðvín þannig að við keyptum 10 kók í gleri sem við höfðum við hliðina á matarborðinu í kæliboxi sem var fyllt með klökum og því kókið ískalt. Þetta var allt saman einkar ljúffengt og ég set jafnvel einhverjar myndir af þessu hérna inn einhvern tíma. Svo eftir matinn horfðum við á Idol og það sem mér fannst fyndnast var að ég, Gunni, Káki og Sigurjón sem erum af höfuðborgarsvæðinu þekktum nánast ekki neinn á meðan Fjalarr þekkti þvílíkt marga. Einhverja dreifara frá Höfn og Stykkishólmi.
Þetta var semsagt mjög fínn dagur í gær. Við skelltum okkur aðeins í golf líka, annað skiptið á ævi minni, en veðrið var ekki sérlega gott, sérstaklega kalt þannig að við hættum eftir einhverjar 4 holur. Ég náði í fyrsta skipti að drive-a almennilega og átti nokkur fín högg. Maður þarf bara að halda áfram og stefnan er tekin ef veðrið verður gott á næstu dögum að fara í golf.