Ég er búinn að fá fyrstu jólagjöf þessa árs. Þannig er mál með vexti að útvarpið mitt tók upp á því að eyðileggjast, stælar í því. Virkar það þannig að einungis ein stöð heyrist ég get ekki valið aðra og ekki er hægt að hækka né lækka. Blessunarlega var ég svo heppin að stöðin sem útvarpið festist á var Skonrokk sem er allveg áhlustanleg en ekki t.d. Kristilega útvarsstöðin Lindin eða eitthvað þessháttar. Í vikunni fór ég í leiðangur í leit að útvörpum og maður sá varla útvarp undir 20þúsundkallinum í búðum eins og BT og Expert sem gera sig út fyrir að vera lággjaldaverslanir. Vitandi það að mamma væri að koma heim frá DK þá tjekkaði ég á fríhöfninni og þar var til útvarp með geislaspilara frá Aiwa á 13þúsund og lét ég hana taka það og svo í dag ætla ég að reyna að skella því í. Þannig að farþegar í bílnum mínum mega núna búast við því að geta hlustað á fleiri stöðvar og jafnvel einn og einn geisladisk.
Síðan Fjalli fékk fartölvuna sína þá held ég að það eina sem hann hafi gert er að downloada bíómyndum og tónlist. Hann notar DC++ mikið enda getur maður fundið heilu diskana þar. Ég hef nýtt mér þetta og náð í diska sem ég átti einu sinni en var stolið. Þar má nefna Trans Am Futureworld diskinn sem er mjög góður, Psyence Fiction með UNKLE, nýja maus diskinn, nýja mínusdiskinn og eitthvað fleira. Ég held að mikið af þessu liði sem er með fartölvur í skólanum sé alltaf að ná í eitthvað á netinu, enda tengingin rosalega góð og held ég ókeypis að downloada, spurning hvort það sé sniðugt að eyða alltaf tíma í þetta?
Var að enda að tala við Don Tommasino sem var mjög hress. Sól og blíða í Danmörku og kallinn á leiðinni í bæinn. Væri ekki amalegt að vera þarna, fara á Ströget eða á Kongsens Nytorv og njóta lífsins. Kanski í framtíðinni?
Síðan Fjalli fékk fartölvuna sína þá held ég að það eina sem hann hafi gert er að downloada bíómyndum og tónlist. Hann notar DC++ mikið enda getur maður fundið heilu diskana þar. Ég hef nýtt mér þetta og náð í diska sem ég átti einu sinni en var stolið. Þar má nefna Trans Am Futureworld diskinn sem er mjög góður, Psyence Fiction með UNKLE, nýja maus diskinn, nýja mínusdiskinn og eitthvað fleira. Ég held að mikið af þessu liði sem er með fartölvur í skólanum sé alltaf að ná í eitthvað á netinu, enda tengingin rosalega góð og held ég ókeypis að downloada, spurning hvort það sé sniðugt að eyða alltaf tíma í þetta?
Var að enda að tala við Don Tommasino sem var mjög hress. Sól og blíða í Danmörku og kallinn á leiðinni í bæinn. Væri ekki amalegt að vera þarna, fara á Ströget eða á Kongsens Nytorv og njóta lífsins. Kanski í framtíðinni?