A site about nothing...

miðvikudagur, september 10, 2003

Undanriðlar fótboltamóts háskólans var í dag og reyndar er það líka á morgun en okkar riðill var í dag. Samkvæmt upphaflegu plani áttum við að spila klukkan 15:30 en eins og vanalega er þá breyttist það og frestaðist um ágætis tíma. Einnig styttust leikirnir og fleiri lið voru í riðlinum okkar. Fyrir síðasta leikinn höfðum við þetta í hendi okkar þannig séð. Við þurftum að vinna leikinn en andstæðingurinn er lið sem við hefðum að öllu jöfnu átt að vinna. Við vorum búnir að leggja sterkasta liðið í riðlinum þar sem ég tók brjálað dissrespect á einn gaurinn. Þannig var mál með vexti að við vorum að sækja og það var barátta hjá mér og öðrum gaur um boltann. Við lágum báðir eftir baráttuna og okkar lið hafði misst boltann. Þannig að ég gerði mér lítið fyrir og tók svona nett froskahopp yfir gaurinn og ýtti honum niður um leið, svona að sýna honum hver ræður. Þetta var eflaust besti leikurinn okkar í riðlinum. En já aftur að síðasta leiknum þá komumst við yfir og allt virtist vera í hendi okkar þegar við gerðumst sekir um mistök og hitt liðið jafnaði. Það komst síðan yfir og þrátt fyrir mikla sókn af okkar hálfu náðum við bara að setja eitt á liðið og niðurstaðan var jafntefli. Þetta var mjög svekkjandi en svona er víst boltinn maður veit aldrei hvað gerist.

Djöfull stefnir aflfræðin í að vera killerfagið þessa önn. Þetta er með öllu óskiljanlegt og að lesa kennslubókina er álíka skemmtilegt og ef einhver myndi láta vatn dropa á beran sköflunginn alltaf á sama stað sem er þekkt pyntingaraðferð. Spurning hvort þetta verði fallfagið?

Ég talaði um í síðustu færslu að það þyrfti svona söngva til að syngja á landsleikjum. Eftir að hafa pælt aðeins meira í þessu þá datt mér í hug. Afhverju ekki að nota MR-söngva eins og Áfram MR, áfram nú og jafnvel fyrst kemur MR og skipta á MR og setja Ísland í staðinn. Það yrði ansi flott að heyra einhverja 5-6000 manns syngja Áfram Ísland, áfram nú. Svo mætti nottla bæta í þetta safn og nota til þess þekkt lög sem hvert íslenskt mannsbarn þekkir. Þessi stuðningsmannalög sem samin hafa verið eru flest mjög léleg og enginn kann þau.

HAHA hí á KR. Þegar ég var að horfa á Skotland Þýskaland á Felix tjáði Gunni B mér að KR væri 2-0 yfir. Taldi ég að þar með væri þetta búið. Svo þegar ég kem heim þá heyri ég í útvarpinu að leikurinn er ennþá í gangi og skipti því yfir á stöð 1. Sé ég þá ekki bara að FH var að vinna 3-2, en þannig endaði leikurinn einmitt. Áfram FH segi ég nú bara.