A site about nothing...

sunnudagur, september 28, 2003

Larry David sem var svona ein aðalspíran á bakvið Seinfeld þættina, skrifaði þá með Seinfeld og jafnvel framleiddi er með þætti sem heita Curb your enthusiasm. Þetta eru ömurlegustu þættir sem ég hef séð í langan tíma. Það er bókstaflega ekkert fyndið við þetta og þetta er ótrúlega illa leikið. Upptakan á þættinum, þ.e. yfirbragðið er eins og einhver sé bara með heimilisvélina sína og taki upp og það fer ótrúlega í taugarnar á mér. Þetta er ömurlegur þáttur, mæli engann veginn með honum.

Fórum í golf í dag, ég, Fjalarr, Káki og Sigurjón. Veðrið var eins og best verður á kosið og Káki og Sigurjón náðu brjáluðum draumaskotum. Sigurjón á fyrstu brautinni þegar hann chippaði inn á green og boltinn oní og Káki á síðustu holunni þegar hann chippaði líka rétt fyrir utan green á greenið og oní. Það sem gerði höggið hans Káka ennþá betra var að hann og Fjalarr voru mjög jafnir og þetta tryggði Káka sigur með einu höggi. Ég bætti mig um ein 9 högg sjálfur þannig að þetta var fínn hringur. Stefnan er svo tekin á að fara í golf á þriðjudaginn eftir prófið í efnisfræði.