A site about nothing...

fimmtudagur, september 25, 2003

Þegar veðrið er svona gott á maður að nýta það og hanga ekki inni á bókasafni að gera einhver skiladæmi. Í það minnsta var það attitudið í dag hjá okkur strákunum og fóru mjög margir í golf. Ég fór í fyrsta skipti í golf í dag og var með Káka, Fjalari og Gunna. Við laumuðum okkur á korpúlfsstaðavöllinn og tókum einn hring. Eins og við var að búast var ég ömurlegur en átti nokkur góð högg inn á milli. Þetta var ágætt en það verður eflaust langt þangað til að maður kemst aftur í golf, haustið og veturinn nálgast óðfluga eins og maður fékk að kynnast í vikunni.

Fyrsti þátturinn af besta raunveruleikasjónvarpsþættinum samkvæmt Emmy´s verðlaunaafhendingunni (tvö mjög löng orð í þessari línu), byrjaði í vikunni. Fyrsti þátturinn gefur góð fyrirheit fyrir afganginn enda eru þetta magnaðir þættir. Þegar það er verið að segja hvaða lið er verið að sýna frá koma nöfnin á manneskjunum og svo tengslin á milli þeirra eða eitthvað, t.d. voru þarna bestu vinir, faðir og sonur, samkynhneigðir karlar sem voru giftir. Einnig var þarna fólk sem hafði verið saman í 12 ár. Hjá þeim stóð, XXX and YYY, dating for 12 years- Virgins. Já mjög gott að taka það fram í sjónvarpinu og að þið verðið þekkt fyrir þetta. Nema kanski að það sé takmarkið ég veit ekki en mér fannst þetta fáránlegt að auðkenna þau á þessu. En svo fór ég aðeins að pæla. Nú hefur þetta fólk verið að deita í 12 ár, sem er ótrúlega langur tími til að vera að deita akkru geta þau ekki bara byrjað saman hah!, og þau eru ennþá ekki búin að sofa saman. Það þarf eflaust temmilegan viljastyrk til að vera saman í 12 ár og ekki vera búin að sofa saman. Ég spyr, er gaurinn ekki mennskur? Hefur ekki verið sýnt fram á að karlmenn hugsi um kynlíf á 6 mínútna fresti eða skemur? Ætli hann sé alltaf í köldum sturtum? Þetta eru bara svona pælingar sem ég hafði út frá þessu. Takk fyrir og góða nótt