Chill með stóri séi
Ekki mikið lært um þessa helgi þó svo það hafi verið takmarkið. Byrjaði öflugur í gær en eftir að hafa horft á mjög leiðinlegan leik Manchester og Charlton datt ég úr stuði og fór í staðinn í Kringluna þar sem ég keypti mér 9000 kr skyrtu og 5000kr silkibindi, reyndar með 80% afslætti. Fór svo á Style-inn með bróður mínum og frænku okkar og svo í bíó og lágmenningarmyndina Löru Croft sem var svona mindless fun eins og búast mátti við. Leit svo aðeins á kaffi Victor einn til að kíkja á eitthvað Hans Petersen dæmi og var þar í einhverja 2 tíma eða svo.
Ætlaði að vera mjög duglegur í dag, rættist ekki úr því og svona núna eftir á að hyggja þá var ágætt að taka pínu chill. Í stað þess að læra ákvað ég að horfa á Fellowship of the Ring, extended version sem er þriggja tíma pakki eða svo og myndin var mögnuð. Maður gat greint hvar hafði verið bætt inn í og mér finnst ég fá meiri innsýn í þetta alltsaman eftir að hafa séð þennan auka hálftíma. Nú er bara að bíða eftir extended version af The Two Towers, en ég á bara venjulegu útgáfuna af þeirri mynd. Núna eftir nokkrar mínutur byrjar svo næststeinasti þátturinn af Taken og verður það fjör.
Ekki mikið lært um þessa helgi þó svo það hafi verið takmarkið. Byrjaði öflugur í gær en eftir að hafa horft á mjög leiðinlegan leik Manchester og Charlton datt ég úr stuði og fór í staðinn í Kringluna þar sem ég keypti mér 9000 kr skyrtu og 5000kr silkibindi, reyndar með 80% afslætti. Fór svo á Style-inn með bróður mínum og frænku okkar og svo í bíó og lágmenningarmyndina Löru Croft sem var svona mindless fun eins og búast mátti við. Leit svo aðeins á kaffi Victor einn til að kíkja á eitthvað Hans Petersen dæmi og var þar í einhverja 2 tíma eða svo.
Ætlaði að vera mjög duglegur í dag, rættist ekki úr því og svona núna eftir á að hyggja þá var ágætt að taka pínu chill. Í stað þess að læra ákvað ég að horfa á Fellowship of the Ring, extended version sem er þriggja tíma pakki eða svo og myndin var mögnuð. Maður gat greint hvar hafði verið bætt inn í og mér finnst ég fá meiri innsýn í þetta alltsaman eftir að hafa séð þennan auka hálftíma. Nú er bara að bíða eftir extended version af The Two Towers, en ég á bara venjulegu útgáfuna af þeirri mynd. Núna eftir nokkrar mínutur byrjar svo næststeinasti þátturinn af Taken og verður það fjör.