A site about nothing...

laugardagur, september 06, 2003

Þvílíkur leikur. Þvílík frammistaða. Þvílíkt svekkelsi!!
Þetta var hreint út sagt magnaður leikur. Ég fór með Sjonna og Gbus á Felix þar sem var mikið af fólki fyrir og stemmningin var þvílíkt góð. Íslenska liðið stóð sig feykilega vel og var mikið klappað þegar þeir gerðu eitthvað gott. Ég var virkilega sáttur við Heiðar Helguson því annað eins baráttuþrek sér maður ekki á íslendingunum, nema þá kanski hjá Hermanni. Heiðar sýndi þeim enga virðingu sem hann sýndi best með því að taka mínútu eye contact við Kahn alveg upp við hann. Fyrir leikinn hefði maður ekki verið neitt svekktur með þessi úrslit en eins og leikurinn spilaðist þá voru Þjóðverjar bara heppnir að tapa ekki. Árni Gautur þurfti einu sinni að taka á því þegar hann varði skallann frá Ballack en annars var lítil hætta. Ef ég væri blaðamaður og hefði fengið að taka viðtal við Völler eða einhvern úr þýska liðinu þá hefði ég sagt þeim að þeir voru heppnir að tapa ekki, nudda aðeins salti í sárin. Nú stefnir í hreinan úrslitaleik í Hamburg í október sem við verðum að sýna annan eins leik, en vissulega án þessa stuðnings sem var á vellinum í dag.
Fyrir leikinn í dag var verið að hita upp fyrir hann í útvarpinu á Rás Tvö og voru meðal annars spiluð einhver stuðningsmannalög íslenska landsliðsins og svona. Þessi lög eru flest öll ömurleg og ekkert gaman að syngja þau. Það þyrfti að finna einhver klassísk lög eins og stál og hníf eða eitthvað, breyta textanum og svo tækju áhorfendur á laugardalsvelli allir saman lagið, þá myndi myndast svona stemmning eins og er oft á erlendum leikjum. Gera eitthvað svipað og er oft á Gettu Betur keppnum eða Morfís keppnum hjá MR og þessháttar. Þetta íslands klapp klapp klapp er frekar slappt því það endist vanalega svo stutt. Hitt yrði miklu meiri stemmning. Svo þarf auðvitað að stækka völlinn svo að fólk geti nú fylkt liði og stutt okkar lið.

Kvöldinu áður en ég fór í sumarpróf í Burðarþoli var ég að velta því fyrir mér hvort þetta hefði verið sniðugt move hjá mér. Mér fannst ég ekki nógu undirbúin og svona en það var víst lítið við því að gera þarna því útskráningarfrestur liðinn. Núna er ég búinn að fá úr prófinu og er bara mjög sáttur. Takmark mitt sem var að hækka mig stóðst og hækkaði ég um heila 3, fékk 8, sem á eftir að hafa góð áhrif á meðaleinkunnina.

Völundarsvimi var það ekki heillin. Eftir meira en viku af óþægindum í hausnum og svo seinna á svæðinu í kringum augum fór ég til læknis. Hann gerði allskonar tjekk á mér, athuga stöðugleika og eitthvað þessháttar, mældi blóðþrýsting og svona. Völundarsvimi var útilokaður en vöðvabólga er líklegur orsakavaldur þessara óþæginda. Svo vinnur vöðvabólgan með augnskekkjunni og það olli óþægindum í kringum augun. Sem þýðir að ég þarf líklega að ganga með gleraugun allan daginn en ekki bara þegar ég er að lesa eins og ég hélt fyrst. Þannig að ég er byrjaður á því að vera með þau allan daginn og augun eru orðin betri en vöðvabólgan verður eitthvað sem tekur tíma að ráða niðurlögum.