A site about nothing...

fimmtudagur, september 27, 2007

Í kvöld, fimmtudagskvöld, mætir "kærastan" mín aftur á skjáinn. Já þið vitið það kannski ekki en Pam Beasley er manneskjan sem ég elska. Við kynntumst í sumar og hlutirnir gerðust hratt, ójá. Ég reyndi að hitta hana eins mikið og ég gat til að byrja með en þegar leið á þá vildi ég ekki enda hlutina svo ég reyndi að eyða meiri quality time með henni og njóta hverrar stundar betur. Ég varð hins vegar soldið fúll þegar hún kyssti Jim þarna einu sinni en það var ekkert meira en það þannig að ég fyrirgaf henni það. Svo var hún reyndar líka eitthvað með Roy, gaur sem vinnur á lager og er ótrúlega ótillitsamur við hana, en það sáu allir að þau áttu ekkert saman. Ég hef samt eitthvað verið að heyra að hún og Jim hafi verið að stinga saman nefjum aftur en þegar hún mun hitta mig þá er hann úr sögunni enda ég miklu betri kostur.

Já ameríska útgáfa The Office byrjar aftur í kvöld og verða fyrstu fjórir þættirnir klukkustunda langir! Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir mig og Richard herbergisfélaga minn þar sem við erum báðir miklir Office aðdáendur. Þetta gengur svo langt hjá mér að ég er jafnvel að hugsa um að vera einhver af karakterum þáttarins á Halloween.

Btw, þá er myndin sem fylgir færslunni augljóslega ekki tekin úr þáttunum en þar sem þetta er frekar flott mynd þá ákvað ég að láta hana fylgja og eina svona í lokin líka.

þriðjudagur, september 25, 2007

Þegar maður er að búa til resúmé, sem er alveg óheyrilega leiðinlegt því maður þarf að fegra allar skyldur sem maður hafði í vinnu svo það líti vel út og svona þá er um að gera að hlusta á góða tónlist.
Justice býr til góða tónlist. Þeir eru franskir og þeir eru fönkí og fyrsta platan þeirra, Cross, er æðisleg. Mjög heilsteypt plata sem rennur vel í gegn frá upphafi til enda, tilvalin í partý eða annan mannfagnað. Það sem gerir hana líka jafn góða og raun ber vitni er hvernig nostrað er við smáatriðin og tilvísanir sumra laga í önnur lög sem annað hvort eru búin eða eiga eftir að koma. Ég læt hér fylgja með upphafslag plötunnar en þetta er ekki official myndband við það. Að lokum þá er pínu fun fact: Krossinn sem sést í þessu "myndbandi" er vanalega center piece þegar þeir spila live.

laugardagur, september 22, 2007


Apple er að gera virkilega góða hluti um þessar mundir í hönnun sinni á vörum sem þeir selja. Það er sérstaklega tvennt sem ég er að fíla núna og langar eiginlega of mikið í. Annars vegar er það nýja iMac tölvan sem er svo flott að hún gæti verið stofustáss eins og sést hér á myndinni sem fylgir. Að geta búið til tölvu sem er í rauninni bara skjárinn og svona þunnur og flottur er fáránlegt. Nýi iMac-inn er með tvær skjástærðir, annars vegar 20 tommu og hins vegar 24 tommu. Ef maður myndi fjárfesta í þessu þá held ég að 24 tommu útgáfan sé the way to go. Það besta við þetta allt samt er verðið á tölvunni; 20 tommurnar fara á 1200 dollara og 24 tommurnar á 1800 dollara.

Hinn hluturinn sem greip athygli mína í nýlegri heimsókn í Apple búðina er iPhone. Viðmótið sem notað er í símanum er æðislegt og geta flétt myndunum með því að renna puttanum eftir skjánum er eitthvað fáránlega framtíðarlegt. Það sem er líka inni í símanum er mjög töff. Hægt er að nálgast kort, svona svipað og google maps, upplýsingar um hlutabréfavísitölur, veðrið á mismunandi stöðum í heiminum, fara á youtube (er sérstakur hnappur fyrir það) og vafra bara almennt. Það helsta sem ég myndi setja út á er lyklaborðið sem kemur þegar maður ætlar að skrifa tölvupóst því ég held að maður gæti lent ansi oft í því að ýta á stafinn við hliðina á því sem maður ætlaði að slá inn. Hins vegar get ég sagt að þegar ég skrifaði eitthvað á símann að þá virtist maður hitta nokkurn veginn alltaf en mig grunar samt að hitt geti gerst.

P.s. fyrri hluti myndanna sem ég tók í NYC eru komnar á myndasíðuna og þær má nálgast með því að smella hér

föstudagur, september 21, 2007

Af myndunum tveimur hér fyrir neðan, hvor er flottari?

New York að kvöldi til, part 2

New York að kvöldi til

miðvikudagur, september 19, 2007

Plötuspilarinn er að gera góða hluti nema fyrir veskið mitt. Í vikunni hef ég fjárfest í Rolling Stones plötu sem kóverar það besta frá 1964-1971 sem þýðir ekkert Angie enda kom það út á plötu árið 1973 en þarna eru klassalög eins og Gimmie Shelter, You Can't Always Get What You Want, Wild Horses og fullt fullt fleira. Einnig þá fékk ég mér plötu með Dave Brubeck sem að mig minnir heitir Time Out og inniheldur smellinn Take Five og Blue Rondo a la Turk (eitthvað álíka) og svo var það 9unda sinfónía Dvoráks þar sem Herbert Von Karajan stjórnar að mig minnir fílharmoníu hljómsveit Berlínar. Semsagt mjög menningarlegt allt saman. Í dag fjárfesti ég svo í Neon Bible með Arcade Fire bara af því að hún er svo æðisleg. Það sem mig langar til að finna og borga ekki ógrynni fyrir er OK Computer en ég er ekki sérlega bjartsýnn.

Þetta spjall um plötur veltir upp spurningunni, hvaða plötur eru skyldueign á vínýl. Það má líka nefna listamenn. Þannig að fyllið kommentaboxið með góðum hugmyndum takk :).

þriðjudagur, september 18, 2007

VOD hluti Comcast er með allskonar fríkeypis hluti sem hægt er að horfa á. T.d. eru þarna margar kvikmyndir sem kosta ekkert og er þeim haganlega raðað fyrir manni eftir því hvernig stuði maður er í. Þarna eru myndir sem maður hefur aldrei heyrt um, myndir sem hafa unnið óskarsverðlaun og óháðar myndir sem hafa verið sýndar á Sundance svo fátt eitt sé nefnt. Til að mynda er hægt núna að horfa á Hafið (The Sea) en ég veit nú ekki hvort ég geri það þó svo það sé fríkeypis. Annað sem VOD-ið býður upp á eru þættir sem stóru stöðvarnar eru með. NBC, ABC og CBS eru núna með kynningar á nýju efni frá sér auk teasers fyrir áframhaldandi seríur og NBC er svo vænt við áhorfendur sýnar að það leyfir þeim að horfa á pilot þættina fyrir þá þrjá nýju þætti sem þeir verða með í vetur. Ég og Árni horfðum á þessi þætti í kvöld og hér er the lowdown.

Chuck
Chuck er gaman/action þáttur sem fjallar um starfsmann í tölvuverslun sem er algjör lúði og á ekki sjens í dömurnar. Einn dag fær hann tölvupóst frá fyrrum herbergisfélaga sínum úr Stanford sem svo skemmtilega vill til að er njósnari hjá CIA og í þessum tölvupósti er ógrynni upplýsinga sem CIA og NSA hafa safnað saman. Þetta á undarlegan hátt endar í hausnum á Chuck svo að hann verður í raunað tölvu. Inn í þetta fléttast svo heita CIA gellan/njósnarinn, Captain Awesome og einhverjir vondir karlar. Söguþráðurinn er náttúrulega algjör steypa en þetta gæti verið áhorfanlegt, voru nokkur fyndin atriði þarna, ef maður horfir fram hjá augljósum óraunverulegum aðstæðum.

Bionic Woman
Í Bionic Woman sjáum við þroskasögu ungrar konu sem.... nei ég er að gantast. Þættirnir fjalla um konu sem lendir í slysi og missir báða fæturna og aðra höndina en er svo heppinn að kærasti hennar og væntanlegur barnsfaðir hefur verið að vinna í topp-leynilegu verkefni þar sem einhver nanó tækni er notuð til að endurgera fólk sem misst hefur útlimi. Þættirnir eru action þættir í anda Alias þar sem við erum með gellu sem sparkar í rassa en þarf líka að kljást við einhvern móra yfir því að hafa breyst auk þess sem hún mun eflaust þroskast mikið í þessu ferli (er bara 24 í þáttunum).
Gæti sloppið en byrjunin lofar nú ekki jafn góðu og hinir frábæru þættir Alias voru.

Journeyman
Hér höfum við þátt þar sem aðalsöguhetjan flakkar um í tíma en allir halda að hann sé í dópi því að hann hverfur stundum dögum saman but oh does he prove them wrong og það
í fyrsta þætti! Í þessu tímaflakki eru einhverjir atburðir sem eru þess valdandi að
hann ferðast aftur í tímann og okkur þykir líklegt að hver þáttur muni fjalla um eitt mál. Inn í þetta fléttast svo hans eigið líf, í nútíð og fortíð, en þar ber hæst að hann átti kærustu sem dó en þá giftist hann í staðinn kærustu bróður síns (oh the drama). Þess má geta að í tímaflakkinu þá rekst hann á gömlu kærustuna sem er fáránlega heit reyndar þannig að vonandi verður hún eitthvað meira í þessu.

Eins og sjá má þá er NBC að reyna að finna næsta Lost eða Heroes. Allir söguþræðirnir eru frekar óraunverulegir en þættirnir taka sig mis alvarlega. Árni segir að ef hann þyrfti að velja á hvaða þátt hann myndi horfa áfram þá yrði það Chuck eða Journeyman.

Fyrir mitt leyti þá held ég að Chuck yrði líklegast fyrir valinu.

Annars þá er næsta sería af The Office að fara að byrja núna í vikunni og fyrstu fjórar vikurnar verður hver þáttur 1 klukkustund. Svo ég vitni í Kevin: "That's awesome".

mánudagur, september 17, 2007

Hvar var ég?

mánudagur, september 10, 2007

Í dag lét ég gamlan draum rætast - ég keypti mér plötuspilara. Plötuspilari þessi er þeim kostum búinn að vera portable þannig að hann gengur fyrir rafhlöðum ef þess þarf og er með innbyggðan hátalara sem er með furðu gott hljóð. Fyrir þetta undratæki borgaði ég heila 21 dollara en hann átti að kosta 100 dollara. Málið var að starfsfólk Urban Outfitters fann ekki verðmiða fyrir spilarann og því fóru þau í einhverja möppu með fullt af númerum sem fara í kassann hjá þeim til að finna verðin og það eina sem þau fundu og gátu notað var plötuspilari sem var seldur á 20 dollara. Þannig að ég var heppinn. Þó svo hann hefði kostað 100 dollara þá hefði ég verið að borga um það bil 10 þúsund krónum minna en hann kostar heima (15900 í pfaff). Nú er næsta mál á dagskrá að viða að sér einhverjum gömlum klassískum plötum og tölvuhátölurum því gripurinn getur notast við þannig hátalara. Til að fagna þessum kaupum fjárfesti ég í nokkrum plötum og ber þar hæst Dark Side of the Moon með Pink Floyd og svona best of plata með David Bowie. Einnig fékk ég mér smáskífurnar Over and Over og Boy From School með Hot Chip. Svo þegar kemur að því að færa herbergið almennilega í stand þá verður þetta centerpiece og verður mikið notað án vafa.

sunnudagur, september 09, 2007

Lag dagsins

laugardagur, september 08, 2007

svimi, svimi, SVITABAÐ...

Það er óhætt að segja að þetta eigi við núna, nema kannski svima-hlutinn. Það er heitt í Boston þessa dagana og maður svitnar við að hugsa hvað þá að blogga. Hitinn hérna síðustu tvo daga hefur verið 30 gráður eða meira en var ansi ágætt þar á undan, einungis svona 25 gráður.

Fyrsti gesturinn minn síðan ég flutti út er í heimsókn þessa dagana en það er frændi a.k.a. Árni Bragi sem fær þann heiður. Við höfum verið að bralla ýmislegt; kíkja í búðir, labba um Boston og eitthvað út á lífið. Svo í næstu viku ætlum við að kíkja á Stóra Eplið sem er alltaf tilhlökkunarefni og svo skemmtilegt að ég ætla líka að gera það í byrjun næsta mánaðar þegar ég fer á tónleika með Arcade Fire og LCD Soundsystem saman.

Ég læt þetta gott heita í bili og vonandi fer maður að sýna aftur lit hérna í blogginu og koma með dúndurfærslur eins og þessi síða er þekkt fyrir.