A site about nothing...

þriðjudagur, september 25, 2007

Þegar maður er að búa til resúmé, sem er alveg óheyrilega leiðinlegt því maður þarf að fegra allar skyldur sem maður hafði í vinnu svo það líti vel út og svona þá er um að gera að hlusta á góða tónlist.
Justice býr til góða tónlist. Þeir eru franskir og þeir eru fönkí og fyrsta platan þeirra, Cross, er æðisleg. Mjög heilsteypt plata sem rennur vel í gegn frá upphafi til enda, tilvalin í partý eða annan mannfagnað. Það sem gerir hana líka jafn góða og raun ber vitni er hvernig nostrað er við smáatriðin og tilvísanir sumra laga í önnur lög sem annað hvort eru búin eða eiga eftir að koma. Ég læt hér fylgja með upphafslag plötunnar en þetta er ekki official myndband við það. Að lokum þá er pínu fun fact: Krossinn sem sést í þessu "myndbandi" er vanalega center piece þegar þeir spila live.