A site about nothing...

þriðjudagur, september 18, 2007

VOD hluti Comcast er með allskonar fríkeypis hluti sem hægt er að horfa á. T.d. eru þarna margar kvikmyndir sem kosta ekkert og er þeim haganlega raðað fyrir manni eftir því hvernig stuði maður er í. Þarna eru myndir sem maður hefur aldrei heyrt um, myndir sem hafa unnið óskarsverðlaun og óháðar myndir sem hafa verið sýndar á Sundance svo fátt eitt sé nefnt. Til að mynda er hægt núna að horfa á Hafið (The Sea) en ég veit nú ekki hvort ég geri það þó svo það sé fríkeypis. Annað sem VOD-ið býður upp á eru þættir sem stóru stöðvarnar eru með. NBC, ABC og CBS eru núna með kynningar á nýju efni frá sér auk teasers fyrir áframhaldandi seríur og NBC er svo vænt við áhorfendur sýnar að það leyfir þeim að horfa á pilot þættina fyrir þá þrjá nýju þætti sem þeir verða með í vetur. Ég og Árni horfðum á þessi þætti í kvöld og hér er the lowdown.

Chuck
Chuck er gaman/action þáttur sem fjallar um starfsmann í tölvuverslun sem er algjör lúði og á ekki sjens í dömurnar. Einn dag fær hann tölvupóst frá fyrrum herbergisfélaga sínum úr Stanford sem svo skemmtilega vill til að er njósnari hjá CIA og í þessum tölvupósti er ógrynni upplýsinga sem CIA og NSA hafa safnað saman. Þetta á undarlegan hátt endar í hausnum á Chuck svo að hann verður í raunað tölvu. Inn í þetta fléttast svo heita CIA gellan/njósnarinn, Captain Awesome og einhverjir vondir karlar. Söguþráðurinn er náttúrulega algjör steypa en þetta gæti verið áhorfanlegt, voru nokkur fyndin atriði þarna, ef maður horfir fram hjá augljósum óraunverulegum aðstæðum.

Bionic Woman
Í Bionic Woman sjáum við þroskasögu ungrar konu sem.... nei ég er að gantast. Þættirnir fjalla um konu sem lendir í slysi og missir báða fæturna og aðra höndina en er svo heppinn að kærasti hennar og væntanlegur barnsfaðir hefur verið að vinna í topp-leynilegu verkefni þar sem einhver nanó tækni er notuð til að endurgera fólk sem misst hefur útlimi. Þættirnir eru action þættir í anda Alias þar sem við erum með gellu sem sparkar í rassa en þarf líka að kljást við einhvern móra yfir því að hafa breyst auk þess sem hún mun eflaust þroskast mikið í þessu ferli (er bara 24 í þáttunum).
Gæti sloppið en byrjunin lofar nú ekki jafn góðu og hinir frábæru þættir Alias voru.

Journeyman
Hér höfum við þátt þar sem aðalsöguhetjan flakkar um í tíma en allir halda að hann sé í dópi því að hann hverfur stundum dögum saman but oh does he prove them wrong og það
í fyrsta þætti! Í þessu tímaflakki eru einhverjir atburðir sem eru þess valdandi að
hann ferðast aftur í tímann og okkur þykir líklegt að hver þáttur muni fjalla um eitt mál. Inn í þetta fléttast svo hans eigið líf, í nútíð og fortíð, en þar ber hæst að hann átti kærustu sem dó en þá giftist hann í staðinn kærustu bróður síns (oh the drama). Þess má geta að í tímaflakkinu þá rekst hann á gömlu kærustuna sem er fáránlega heit reyndar þannig að vonandi verður hún eitthvað meira í þessu.

Eins og sjá má þá er NBC að reyna að finna næsta Lost eða Heroes. Allir söguþræðirnir eru frekar óraunverulegir en þættirnir taka sig mis alvarlega. Árni segir að ef hann þyrfti að velja á hvaða þátt hann myndi horfa áfram þá yrði það Chuck eða Journeyman.

Fyrir mitt leyti þá held ég að Chuck yrði líklegast fyrir valinu.

Annars þá er næsta sería af The Office að fara að byrja núna í vikunni og fyrstu fjórar vikurnar verður hver þáttur 1 klukkustund. Svo ég vitni í Kevin: "That's awesome".