A site about nothing...

fimmtudagur, september 27, 2007

Í kvöld, fimmtudagskvöld, mætir "kærastan" mín aftur á skjáinn. Já þið vitið það kannski ekki en Pam Beasley er manneskjan sem ég elska. Við kynntumst í sumar og hlutirnir gerðust hratt, ójá. Ég reyndi að hitta hana eins mikið og ég gat til að byrja með en þegar leið á þá vildi ég ekki enda hlutina svo ég reyndi að eyða meiri quality time með henni og njóta hverrar stundar betur. Ég varð hins vegar soldið fúll þegar hún kyssti Jim þarna einu sinni en það var ekkert meira en það þannig að ég fyrirgaf henni það. Svo var hún reyndar líka eitthvað með Roy, gaur sem vinnur á lager og er ótrúlega ótillitsamur við hana, en það sáu allir að þau áttu ekkert saman. Ég hef samt eitthvað verið að heyra að hún og Jim hafi verið að stinga saman nefjum aftur en þegar hún mun hitta mig þá er hann úr sögunni enda ég miklu betri kostur.

Já ameríska útgáfa The Office byrjar aftur í kvöld og verða fyrstu fjórir þættirnir klukkustunda langir! Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir mig og Richard herbergisfélaga minn þar sem við erum báðir miklir Office aðdáendur. Þetta gengur svo langt hjá mér að ég er jafnvel að hugsa um að vera einhver af karakterum þáttarins á Halloween.

Btw, þá er myndin sem fylgir færslunni augljóslega ekki tekin úr þáttunum en þar sem þetta er frekar flott mynd þá ákvað ég að láta hana fylgja og eina svona í lokin líka.