Apple er að gera virkilega góða hluti um þessar mundir í hönnun sinni á vörum sem þeir selja. Það er sérstaklega tvennt sem ég er að fíla núna og langar eiginlega of mikið í. Annars vegar er það nýja iMac tölvan sem er svo flott að hún gæti verið stofustáss eins og sést hér á myndinni sem fylgir. Að geta búið til tölvu sem er í rauninni bara skjárinn og svona þunnur og flottur er fáránlegt. Nýi iMac-inn er með tvær skjástærðir, annars vegar 20 tommu og hins vegar 24 tommu. Ef maður myndi fjárfesta í þessu þá held ég að 24 tommu útgáfan sé the way to go. Það besta við þetta allt samt er verðið á tölvunni; 20 tommurnar fara á 1200 dollara og 24 tommurnar á 1800 dollara.
Hinn hluturinn sem greip athygli mína í nýlegri heimsókn í Apple búðina er iPhone. Viðmótið sem notað er í símanum er æðislegt og geta flétt myndunum með því að renna puttanum eftir skjánum er eitthvað fáránlega framtíðarlegt. Það sem er líka inni í símanum er mjög töff. Hægt er að nálgast kort, svona svipað og google maps, upplýsingar um hlutabréfavísitölur, veðrið á mismunandi stöðum í heiminum, fara á youtube (er sérstakur hnappur fyrir það) og vafra bara almennt. Það helsta sem ég myndi setja út á er lyklaborðið sem kemur þegar maður ætlar að skrifa tölvupóst því ég held að maður gæti lent ansi oft í því að ýta á stafinn við hliðina á því sem maður ætlaði að slá inn. Hins vegar get ég sagt að þegar ég skrifaði eitthvað á símann að þá virtist maður hitta nokkurn veginn alltaf en mig grunar samt að hitt geti gerst.
P.s. fyrri hluti myndanna sem ég tók í NYC eru komnar á myndasíðuna og þær má nálgast með því að smella hér