A site about nothing...

mánudagur, september 10, 2007

Í dag lét ég gamlan draum rætast - ég keypti mér plötuspilara. Plötuspilari þessi er þeim kostum búinn að vera portable þannig að hann gengur fyrir rafhlöðum ef þess þarf og er með innbyggðan hátalara sem er með furðu gott hljóð. Fyrir þetta undratæki borgaði ég heila 21 dollara en hann átti að kosta 100 dollara. Málið var að starfsfólk Urban Outfitters fann ekki verðmiða fyrir spilarann og því fóru þau í einhverja möppu með fullt af númerum sem fara í kassann hjá þeim til að finna verðin og það eina sem þau fundu og gátu notað var plötuspilari sem var seldur á 20 dollara. Þannig að ég var heppinn. Þó svo hann hefði kostað 100 dollara þá hefði ég verið að borga um það bil 10 þúsund krónum minna en hann kostar heima (15900 í pfaff). Nú er næsta mál á dagskrá að viða að sér einhverjum gömlum klassískum plötum og tölvuhátölurum því gripurinn getur notast við þannig hátalara. Til að fagna þessum kaupum fjárfesti ég í nokkrum plötum og ber þar hæst Dark Side of the Moon með Pink Floyd og svona best of plata með David Bowie. Einnig fékk ég mér smáskífurnar Over and Over og Boy From School með Hot Chip. Svo þegar kemur að því að færa herbergið almennilega í stand þá verður þetta centerpiece og verður mikið notað án vafa.