svimi, svimi, SVITABAÐ...
Það er óhætt að segja að þetta eigi við núna, nema kannski svima-hlutinn. Það er heitt í Boston þessa dagana og maður svitnar við að hugsa hvað þá að blogga. Hitinn hérna síðustu tvo daga hefur verið 30 gráður eða meira en var ansi ágætt þar á undan, einungis svona 25 gráður.
Fyrsti gesturinn minn síðan ég flutti út er í heimsókn þessa dagana en það er frændi a.k.a. Árni Bragi sem fær þann heiður. Við höfum verið að bralla ýmislegt; kíkja í búðir, labba um Boston og eitthvað út á lífið. Svo í næstu viku ætlum við að kíkja á Stóra Eplið sem er alltaf tilhlökkunarefni og svo skemmtilegt að ég ætla líka að gera það í byrjun næsta mánaðar þegar ég fer á tónleika með Arcade Fire og LCD Soundsystem saman.
Ég læt þetta gott heita í bili og vonandi fer maður að sýna aftur lit hérna í blogginu og koma með dúndurfærslur eins og þessi síða er þekkt fyrir.
Það er óhætt að segja að þetta eigi við núna, nema kannski svima-hlutinn. Það er heitt í Boston þessa dagana og maður svitnar við að hugsa hvað þá að blogga. Hitinn hérna síðustu tvo daga hefur verið 30 gráður eða meira en var ansi ágætt þar á undan, einungis svona 25 gráður.
Fyrsti gesturinn minn síðan ég flutti út er í heimsókn þessa dagana en það er frændi a.k.a. Árni Bragi sem fær þann heiður. Við höfum verið að bralla ýmislegt; kíkja í búðir, labba um Boston og eitthvað út á lífið. Svo í næstu viku ætlum við að kíkja á Stóra Eplið sem er alltaf tilhlökkunarefni og svo skemmtilegt að ég ætla líka að gera það í byrjun næsta mánaðar þegar ég fer á tónleika með Arcade Fire og LCD Soundsystem saman.
Ég læt þetta gott heita í bili og vonandi fer maður að sýna aftur lit hérna í blogginu og koma með dúndurfærslur eins og þessi síða er þekkt fyrir.